Tíminn að renna út fyrir May sem ræðir á ný við Verkamannaflokkinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 08:20 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sést hér fara til kirkju í gær. Það er spurning hvort hún hafi ekki beðið æðri máttarvöld um aðstoð við að leysa úr Brexit-hnútnum. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55
Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37
Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42