Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 19:37 Leo Varadkar er forsætisráðherra, eða Taoiseach, Írland. Getty/Charles McQuillan Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. Varadkar var til viðtals á írsku útvarpsstöðinni RTÉ en Guardian greinir frá. Setji ríki sig upp á móti frestinum, yrði því ríki seint fyrirgefið af öðrum meðlimum ESB, sagði Varadkar og bætti við að hans skoðun væri sú að best væri að veita fresti til 30. Júní. Líkt og Bretar hafa sóst eftir. Komi til þess að útganga Breta úr sambandinu verði án samnings sagði Varadkar að besta lausnin varðandi landamærin við Írlandi væri sú að setja upp eftirlit í höfnun borginni Belfast og í Larne á Norður-Írlandi. Varadkar sagði þó að slíkt væri ólíklegt. „Það vill enginn að það verði ekki samið, ég tel líklegast að framlenging verði veitt. Við viljum þó forðast það að auka óvissuna með framlengingu,“ sagði forsætisráðherrann. Varadkar sagðist vilja að Bretar fái lengri tíma til þess að komast að því hvaða samband við ESB ríkið vill hafa. Hann viðurkenndi einnig að einhver pirringur væri kominn í aðildarríkin vegna Brexit-vandamálanna, sér í lagi frá ríkjum sem ekki eru í miklum viðskiptum við Bretland. Varadkar kvaðst hafa beðið þau ríki um að sýna þolinmæði og skilning, „þau hafa sýnt það og ég vona að það haldi áfram,“ sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Nýjasta útgáfa vegabréfa í Bretlandi hefur tekið breytingum þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af Brexit. 6. apríl 2019 11:25 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira
Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. Varadkar var til viðtals á írsku útvarpsstöðinni RTÉ en Guardian greinir frá. Setji ríki sig upp á móti frestinum, yrði því ríki seint fyrirgefið af öðrum meðlimum ESB, sagði Varadkar og bætti við að hans skoðun væri sú að best væri að veita fresti til 30. Júní. Líkt og Bretar hafa sóst eftir. Komi til þess að útganga Breta úr sambandinu verði án samnings sagði Varadkar að besta lausnin varðandi landamærin við Írlandi væri sú að setja upp eftirlit í höfnun borginni Belfast og í Larne á Norður-Írlandi. Varadkar sagði þó að slíkt væri ólíklegt. „Það vill enginn að það verði ekki samið, ég tel líklegast að framlenging verði veitt. Við viljum þó forðast það að auka óvissuna með framlengingu,“ sagði forsætisráðherrann. Varadkar sagðist vilja að Bretar fái lengri tíma til þess að komast að því hvaða samband við ESB ríkið vill hafa. Hann viðurkenndi einnig að einhver pirringur væri kominn í aðildarríkin vegna Brexit-vandamálanna, sér í lagi frá ríkjum sem ekki eru í miklum viðskiptum við Bretland. Varadkar kvaðst hafa beðið þau ríki um að sýna þolinmæði og skilning, „þau hafa sýnt það og ég vona að það haldi áfram,“ sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Nýjasta útgáfa vegabréfa í Bretlandi hefur tekið breytingum þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af Brexit. 6. apríl 2019 11:25 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11
Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Nýjasta útgáfa vegabréfa í Bretlandi hefur tekið breytingum þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af Brexit. 6. apríl 2019 11:25