Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 23:55 Það reynist Theresu May þrautin þyngri að ná einhverri niðurstöðu í Brexit. vísir/getty Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent