Sýndi skeytingarleysi um líf annarra og fær ekki Tesluna aftur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 15:44 Magnús Ólafur Garðarsson fær ekki Tesluna sína aftur. Vísir Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, fái ekki aftur Tesla bifreið sína. Þá var fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Magnúsi úr héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot. Magnús var dæmdur fyrir að hafa í þrígang ekið rándýrum Teslu bíl sínum með einkanúmerið NO CO2 langt yfir hámarkshraða á Reykjanesbrautinni árið 2016. Töluvert hefur verið fjallað um ökulag Magnúsar í fjölmiðlum. Það brot sem mest var fjallað um átti sér stað þann 20. desember 2016 á Reykjanesbrautinni. Þá ók Magnús bílnum á 183 kílómetra hraða, við erfiðar aðstæður, aftan á Toyota Yaris bifreið. Bíllinn hafnaði utan vegar og slasaðist ökumaður bílsins töluvert. Var Magnús dæmdur til að greiða honum 600 þúsund krónur í bætur. Í dómi Landsréttar er fallist á með Magnúsi að beiting upptökuákvæðis vegna Teslunnnar sé íþyngjandi. Þó verði að líta til þess að að ákærði hefur lagt hraðakstur í vana sinn og að ökuhraði og aksturslag hans við hættulegar aðstæður fyrrnefndan dag í desember 2016 „svo vítavert“. Er Landsréttur harðorður í garð forstjórans fyrrverandi. Magnús Ólafur „sýndi af sér slíkt skeytingarleysi um líf og limi þeirra sem áttu leið um Reykjanesbraut á sama tíma að erfitt hlýtur að vera að finna hliðstæðu.“ Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, fái ekki aftur Tesla bifreið sína. Þá var fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Magnúsi úr héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot. Magnús var dæmdur fyrir að hafa í þrígang ekið rándýrum Teslu bíl sínum með einkanúmerið NO CO2 langt yfir hámarkshraða á Reykjanesbrautinni árið 2016. Töluvert hefur verið fjallað um ökulag Magnúsar í fjölmiðlum. Það brot sem mest var fjallað um átti sér stað þann 20. desember 2016 á Reykjanesbrautinni. Þá ók Magnús bílnum á 183 kílómetra hraða, við erfiðar aðstæður, aftan á Toyota Yaris bifreið. Bíllinn hafnaði utan vegar og slasaðist ökumaður bílsins töluvert. Var Magnús dæmdur til að greiða honum 600 þúsund krónur í bætur. Í dómi Landsréttar er fallist á með Magnúsi að beiting upptökuákvæðis vegna Teslunnnar sé íþyngjandi. Þó verði að líta til þess að að ákærði hefur lagt hraðakstur í vana sinn og að ökuhraði og aksturslag hans við hættulegar aðstæður fyrrnefndan dag í desember 2016 „svo vítavert“. Er Landsréttur harðorður í garð forstjórans fyrrverandi. Magnús Ólafur „sýndi af sér slíkt skeytingarleysi um líf og limi þeirra sem áttu leið um Reykjanesbraut á sama tíma að erfitt hlýtur að vera að finna hliðstæðu.“
Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48