Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 08:21 Barr hefur aðeins skrifað þinginu fjögurra blaðsíðna bréf þar sem hann lýsir því sem hann segir meginniðurstöður Mueller. Vísir/EPA Nokkrir saksóknarar úr teymi Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, eru sagðir ósáttir við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, dró niðurstöður þeirra saman í síðasta mánuði. Þeir eru sagðir telja skýrsluna skaðlegri Trump forseta en Barr lét í veðri vaka. Barr lýsti því sem hann sagði meginniðurstöður tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá í bréfi til Bandaríkjaþings 24. mars. Þar sagði Barr að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboðið hafi lagt á ráðin með Rússum en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Nú segir New York Times að einhverjir rannsakenda Mueller hafi sagt kollegum sínum að Barr hafi ekki gefið greinargóða lýsingu á niðurstöðum þeirra. Þær séu forsetanum óþægilegri en Barr gaf í skyn. Barr vinnur nú að því að hreinsa upplýsingar sem hann telur að eigi að vera leynilegar úr skýrslunni áður en hún verður afhent þinginu síðar í þessum mánuði.Verulegar vísbendingar um að forsetinn hafi skipt sér af rannsókninni Blaðið segir heimildarmenn sína ekki vilja lýsa hvers vegna rannsakendurnir telja niðurstöður skýrslunnar skaðlegri forsetanum en komið hefur fram til þessa. Washington Post segir hins vegar að starfsmenn úr liði Mueller hafi kvartað við nána félaga sína um að sönnunargögnin sem þeir fundum um að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar hafi verið veruleg og ískyggileg. Einhverjum rannsakendanna þykir einnig skjóta skökku við að Barr hafi ekki birt samantekt á efni skýrslunnar sem þeir undirbjuggu sérstaklega. Samantektir voru gerðar fyrir mismunandi kafla skýrslunnar með það fyrir augum að þær væru gerðar opinberar. Þeir hafi búist við því að þær samantektir yrðu birtar, ekki aðeins samantekt dómsmálaráðherranns á efni skýrslunnar. Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í gær að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að knýja Barr til að afhenda skýrslu Mueller óritskoðaða og með öllum undirliggjandi gögnum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Nokkrir saksóknarar úr teymi Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, eru sagðir ósáttir við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, dró niðurstöður þeirra saman í síðasta mánuði. Þeir eru sagðir telja skýrsluna skaðlegri Trump forseta en Barr lét í veðri vaka. Barr lýsti því sem hann sagði meginniðurstöður tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá í bréfi til Bandaríkjaþings 24. mars. Þar sagði Barr að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboðið hafi lagt á ráðin með Rússum en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Nú segir New York Times að einhverjir rannsakenda Mueller hafi sagt kollegum sínum að Barr hafi ekki gefið greinargóða lýsingu á niðurstöðum þeirra. Þær séu forsetanum óþægilegri en Barr gaf í skyn. Barr vinnur nú að því að hreinsa upplýsingar sem hann telur að eigi að vera leynilegar úr skýrslunni áður en hún verður afhent þinginu síðar í þessum mánuði.Verulegar vísbendingar um að forsetinn hafi skipt sér af rannsókninni Blaðið segir heimildarmenn sína ekki vilja lýsa hvers vegna rannsakendurnir telja niðurstöður skýrslunnar skaðlegri forsetanum en komið hefur fram til þessa. Washington Post segir hins vegar að starfsmenn úr liði Mueller hafi kvartað við nána félaga sína um að sönnunargögnin sem þeir fundum um að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar hafi verið veruleg og ískyggileg. Einhverjum rannsakendanna þykir einnig skjóta skökku við að Barr hafi ekki birt samantekt á efni skýrslunnar sem þeir undirbjuggu sérstaklega. Samantektir voru gerðar fyrir mismunandi kafla skýrslunnar með það fyrir augum að þær væru gerðar opinberar. Þeir hafi búist við því að þær samantektir yrðu birtar, ekki aðeins samantekt dómsmálaráðherranns á efni skýrslunnar. Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í gær að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að knýja Barr til að afhenda skýrslu Mueller óritskoðaða og með öllum undirliggjandi gögnum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37