Níu prósentin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun