Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn eru bæði afar óvinsæl vegna framgöngu þeirra í Brexit-málum. Þau hittast til fundar í dag. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að freista þess að finna lausn á Brexit-þráteflinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir mjög líklegt að Bretar gangi úr sambandinu án samnings í næstu viku. Frestur á útgöngu Bretlands sem Evrópusambandið veitti rennur út föstudaginn 12. apríl. Hvorki hefur gengið né rekið hjá May forsætisráðherra að koma útgöngusamningi við sambandið í gegnum breska þingið. Þingmenn höfnuðu honum í þriðja skipti í síðustu viku. Staðan hefur nú rekið May í fang Corbyn en þau byrjuðu að funda klukkan hálf eitt að íslenskum tíma í dag. Corbyn hefur boðað skuggaráðuneyti sitt til fundar síðdegis til að ræða það sem þeim May fór á milli. Ákvörðun May um að leita til Corbyn hefur fallið í grýttan jarðveg hjá flokkssystkinum hennar. Þannig sagði Nigel Adams, ráðherra málefna Wales, af sér vegna hennar. Fyrr í dag ávarpaði Juncker Evrópuþingið og ítrekaði að frekari skammtímafrestun á útgöngu Breta væri ekki í boði af hálfu sambandsins. Breskir þingmenn yrðu að samþykkja útgöngusamning May fyrir föstudag. Annað hvort yrðu Bretar að ganga úr sambandinu án samnings að biðja um langa frestun. „Eftir 12. apríl eigum við á hættu að setja Evrópuþingskosningar úr skorðum og ógna þannig starfsemi Evrópusambandsins,“ sagði Juncker Evrópuþingmönnum. Fyrir sitt leyti hefur May ekki útilokað að Bretar gætu tekið þátt í Evrópuþingskosningum neyðist hún til að fara fram á langtímafrestun á Brexit, að sögn The Guardian. Hennar markmið væri þó að samþykkja útgöngusamning sem fyrst þannig að af útgöngunni verði 22. maí. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að fresta útgöngunni þar til þá samþykki Bretar útgöngusamning fyrir 12. apríl. Juncker virtist þó ekki bjartsýnn á að breska þinginu auðnaðist að ná samkomulagi á næstunni. „Ég trúi því að „enginn samningur“ á miðnætti 12. apríl sé nú mjög líkleg sviðsmynd. Það er ekki niðurstaðan sem ég vil en það er niðurstaða sem ég hef tryggt að Evrópusambandið er tilbúið fyrir,“ sagði hann. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Fer fram á lengri Brexit-frest Ætlar að funda með Jeremy Corbyn. 2. apríl 2019 22:59 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að freista þess að finna lausn á Brexit-þráteflinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir mjög líklegt að Bretar gangi úr sambandinu án samnings í næstu viku. Frestur á útgöngu Bretlands sem Evrópusambandið veitti rennur út föstudaginn 12. apríl. Hvorki hefur gengið né rekið hjá May forsætisráðherra að koma útgöngusamningi við sambandið í gegnum breska þingið. Þingmenn höfnuðu honum í þriðja skipti í síðustu viku. Staðan hefur nú rekið May í fang Corbyn en þau byrjuðu að funda klukkan hálf eitt að íslenskum tíma í dag. Corbyn hefur boðað skuggaráðuneyti sitt til fundar síðdegis til að ræða það sem þeim May fór á milli. Ákvörðun May um að leita til Corbyn hefur fallið í grýttan jarðveg hjá flokkssystkinum hennar. Þannig sagði Nigel Adams, ráðherra málefna Wales, af sér vegna hennar. Fyrr í dag ávarpaði Juncker Evrópuþingið og ítrekaði að frekari skammtímafrestun á útgöngu Breta væri ekki í boði af hálfu sambandsins. Breskir þingmenn yrðu að samþykkja útgöngusamning May fyrir föstudag. Annað hvort yrðu Bretar að ganga úr sambandinu án samnings að biðja um langa frestun. „Eftir 12. apríl eigum við á hættu að setja Evrópuþingskosningar úr skorðum og ógna þannig starfsemi Evrópusambandsins,“ sagði Juncker Evrópuþingmönnum. Fyrir sitt leyti hefur May ekki útilokað að Bretar gætu tekið þátt í Evrópuþingskosningum neyðist hún til að fara fram á langtímafrestun á Brexit, að sögn The Guardian. Hennar markmið væri þó að samþykkja útgöngusamning sem fyrst þannig að af útgöngunni verði 22. maí. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að fresta útgöngunni þar til þá samþykki Bretar útgöngusamning fyrir 12. apríl. Juncker virtist þó ekki bjartsýnn á að breska þinginu auðnaðist að ná samkomulagi á næstunni. „Ég trúi því að „enginn samningur“ á miðnætti 12. apríl sé nú mjög líkleg sviðsmynd. Það er ekki niðurstaðan sem ég vil en það er niðurstaða sem ég hef tryggt að Evrópusambandið er tilbúið fyrir,“ sagði hann.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Fer fram á lengri Brexit-frest Ætlar að funda með Jeremy Corbyn. 2. apríl 2019 22:59 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51
May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent