Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 07:45 Trudeau er í klandri á kosningaári. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur rekið tvær þingkonur sem hafa sakað hann um óeðlileg afskipti af sakamáli úr Frjálslynda flokki sínum. Önnur þeirra er dómsmálaráðherrann sem sagði af sér og fullyrti að Trudeau og ráðgjafar hans hefðu beitt sig þrýstingi vegna málsins. Trudeau hefur verið sakaður um að hafa reynt að fá Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, til þess að sækja SNC-Lavalin, eitt stærsta byggingar- og verktakafyrirtæki í heimi, ekki til saka vegna ásakana um mútugreiðslur í Líbíu. Wilson-Raybould sagði af sér vegna þrýstingsins sem hún taldi óeðlilegan. Í síðustu viku var upptaka sem hún gerði af símtali við einn nánasta ráðgjafa Trudeau gerð opinber. Í samtalinu heyrðist ráðgjafinn, sem hefur þegar sagt af sér, þrýsta á þáverandi ráðherrann að gera sátt við fyrirtækið. Forsætisráðherrann hefur nú rekið bæði Wilson-Raybould og Jane Philpott, sem sagði af sér embætti í ríkisstjórn hans vegna málsins, úr Frjálslynda flokknum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísaði hann til trúnaðarbrests. Philpott hefur einnig gagnrýnt Trudeau harðlega og hefur gefið í skyn að margt eigi enn eftir að koma fram um málið. „Traustið sem var áður til staðar á milli þessara tveggja einstaklinga og liðsins okkar hefur brostið. Ef þær geta ekki sagt að þær hafi trú á þessu liði í hreinskilni þá geta þær ekki verið hluti af þessu liði,“ sagði Trudeau og vísaði sérstaklega til hljóðupptökunnar sem Wilson-Raybould gerði af símtalinu. Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur rekið tvær þingkonur sem hafa sakað hann um óeðlileg afskipti af sakamáli úr Frjálslynda flokki sínum. Önnur þeirra er dómsmálaráðherrann sem sagði af sér og fullyrti að Trudeau og ráðgjafar hans hefðu beitt sig þrýstingi vegna málsins. Trudeau hefur verið sakaður um að hafa reynt að fá Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, til þess að sækja SNC-Lavalin, eitt stærsta byggingar- og verktakafyrirtæki í heimi, ekki til saka vegna ásakana um mútugreiðslur í Líbíu. Wilson-Raybould sagði af sér vegna þrýstingsins sem hún taldi óeðlilegan. Í síðustu viku var upptaka sem hún gerði af símtali við einn nánasta ráðgjafa Trudeau gerð opinber. Í samtalinu heyrðist ráðgjafinn, sem hefur þegar sagt af sér, þrýsta á þáverandi ráðherrann að gera sátt við fyrirtækið. Forsætisráðherrann hefur nú rekið bæði Wilson-Raybould og Jane Philpott, sem sagði af sér embætti í ríkisstjórn hans vegna málsins, úr Frjálslynda flokknum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísaði hann til trúnaðarbrests. Philpott hefur einnig gagnrýnt Trudeau harðlega og hefur gefið í skyn að margt eigi enn eftir að koma fram um málið. „Traustið sem var áður til staðar á milli þessara tveggja einstaklinga og liðsins okkar hefur brostið. Ef þær geta ekki sagt að þær hafi trú á þessu liði í hreinskilni þá geta þær ekki verið hluti af þessu liði,“ sagði Trudeau og vísaði sérstaklega til hljóðupptökunnar sem Wilson-Raybould gerði af símtalinu.
Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49