Fer fram á lengri Brexit-frest Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 22:59 Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira