Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 07:51 Evrópskir ráðamenn eru sagðir forviða á að Bretar hafi enn ekki komið sér saman um hvað þeir vilja þrátt fyrir að þeir hafi upphaflega ætlað sér að ganga úr ESB í síðustu viku. Vísir/EPA Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira