Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 23:53 Nancy Pelosi og Chuck Schumer. Getty/Zach Gibson Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43