"Ekkert samráð“ Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 14:25 Barr greindi frá skýrslunni í dag. Getty/Win McNamee Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira