Mueller-skýrslan kynnt í dag Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 11:05 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. Skýrslan verður birt á blaðamannafundi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, hefur boðað til. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 13:30 að íslenskum tíma, 9:30 að staðartíma í Washington, og hefur tímasetning fundarins verið gagnrýnd af fjölmiðlum vestra. Blaðamenn vestan hafs óttast að þeir geti ekki kynnt sér efni skýrslunnar og spurt gagnrýnna spurninga um innihald hennar eins og fyrirkomulagið verður. Eina sem vitað erum niðurstöður Mueller-rannsóknarinnar hingað til er efni fjögurra blaðsíðna bréfs sem Barr, dómsmálaráðherra, skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Í útdrætti Barr kom fram að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar 2016. Mueller hafði hins vegar ekki komist að niðurstöðu um hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar en Barr greindi frá því að ekki væri ástæða til þess að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Bandamenn Trump, og forsetinn sjálfur, hafa sagt skýrsluna hreinsa nafn forsetans af öllum ásökunum. Andstæðingar hans eru þó ekki alveg á þeim buxunum og hafa skorað á Barr að birta skýrsluna alveg óritskoðaða.No Collusion - No Obstruction! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 16, 2019Sýnt verður frá blaðamannafundinum í beinni útsendingu á Vísi og greint frá helstu atriðum hans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. Skýrslan verður birt á blaðamannafundi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, hefur boðað til. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 13:30 að íslenskum tíma, 9:30 að staðartíma í Washington, og hefur tímasetning fundarins verið gagnrýnd af fjölmiðlum vestra. Blaðamenn vestan hafs óttast að þeir geti ekki kynnt sér efni skýrslunnar og spurt gagnrýnna spurninga um innihald hennar eins og fyrirkomulagið verður. Eina sem vitað erum niðurstöður Mueller-rannsóknarinnar hingað til er efni fjögurra blaðsíðna bréfs sem Barr, dómsmálaráðherra, skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Í útdrætti Barr kom fram að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar 2016. Mueller hafði hins vegar ekki komist að niðurstöðu um hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar en Barr greindi frá því að ekki væri ástæða til þess að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Bandamenn Trump, og forsetinn sjálfur, hafa sagt skýrsluna hreinsa nafn forsetans af öllum ásökunum. Andstæðingar hans eru þó ekki alveg á þeim buxunum og hafa skorað á Barr að birta skýrsluna alveg óritskoðaða.No Collusion - No Obstruction! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 16, 2019Sýnt verður frá blaðamannafundinum í beinni útsendingu á Vísi og greint frá helstu atriðum hans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira