Sisi gert kleift að sitja áfram á valdastóli 16. apríl 2019 18:04 Gagnrýnendur segja egypska þingið lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir Sisi forseta. Vísir/EPA Egypskir þingmenn samþykktu að breyta stjórnarskrá landsins í dag til að framlengja núverandi kjörtímabil Abduls Fattah al-Sisi forseta um tvö ár og gera honum kleift að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Tillögur um að veita Sisi frekar völd yfir dómsmálum liggja einnig fyrir þinginu. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Sisi að láta af embætti þegar öðru fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur árið 2022. Breytingarnar sem þingmenn samþykktu í dag lengja núverandi kjörtímabil hans um tvö ár og leyfa honum að bjóða sig aftur fram árið 2024. Hann gæti þannig setið á forsetastóli til 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leggja þarf breytingarnar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu innan þrjátíu daga. Netsérfræðingar fullyrða að egypsk stjórnvöld hafi lokað aðgangi að tugum þúsunda vefsíðna til að torvelda aðgang að vefsíðu þar sem undirskriftum gegn stjórnarskrárbreytingunum er safnað. Á næstu dögum er búist við því að þingmenn samþykki frumvörp um að festa völd hers landsins enn frekar í sessi og auka völd forsetans. Sisi komst til valda þegar herinn steypti Mohammed Morsi af stóli árið 2013. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins en fyrir valdaránið höfðu mótmæli gegn honum geisað. Sisi var fyrst kjörinn forseti árið 2014. Hann náði endurkjöri með 97% atkvæða í fyrra en helstu andstæðingar hans hættu ýmist við framboð eða voru handteknir. Sem forseti hefur Sisi verið sakaður um berja niður andóf af offorsi og látið handtaka tugi þúsunda manna. Þingið er skipað stuðningsmönnum Sisi og hafa stjórnarandstæðingar sakað það um að vera lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir forsetann. Egyptaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Egypskir þingmenn samþykktu að breyta stjórnarskrá landsins í dag til að framlengja núverandi kjörtímabil Abduls Fattah al-Sisi forseta um tvö ár og gera honum kleift að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Tillögur um að veita Sisi frekar völd yfir dómsmálum liggja einnig fyrir þinginu. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Sisi að láta af embætti þegar öðru fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur árið 2022. Breytingarnar sem þingmenn samþykktu í dag lengja núverandi kjörtímabil hans um tvö ár og leyfa honum að bjóða sig aftur fram árið 2024. Hann gæti þannig setið á forsetastóli til 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leggja þarf breytingarnar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu innan þrjátíu daga. Netsérfræðingar fullyrða að egypsk stjórnvöld hafi lokað aðgangi að tugum þúsunda vefsíðna til að torvelda aðgang að vefsíðu þar sem undirskriftum gegn stjórnarskrárbreytingunum er safnað. Á næstu dögum er búist við því að þingmenn samþykki frumvörp um að festa völd hers landsins enn frekar í sessi og auka völd forsetans. Sisi komst til valda þegar herinn steypti Mohammed Morsi af stóli árið 2013. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins en fyrir valdaránið höfðu mótmæli gegn honum geisað. Sisi var fyrst kjörinn forseti árið 2014. Hann náði endurkjöri með 97% atkvæða í fyrra en helstu andstæðingar hans hættu ýmist við framboð eða voru handteknir. Sem forseti hefur Sisi verið sakaður um berja niður andóf af offorsi og látið handtaka tugi þúsunda manna. Þingið er skipað stuðningsmönnum Sisi og hafa stjórnarandstæðingar sakað það um að vera lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir forsetann.
Egyptaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira