Rauði krossinn leitar upplýsinga um starfsmenn í gíslingu Sylvía Hall skrifar 14. apríl 2019 22:09 Louisa Akavi hefur starfað fyrir Rauða krossinn í mörg ár. Hún var á meðal þeirra starfsmanna sem urðu fyrir árás í Tsétséníu árið 1996. Vísir/Getty Rauði krossinn leitar nú upplýsinga um þrjá starfsmenn sem var rænt í Sýrlandi fyrir rúmlega fimm árum síðan. Vísbendingar hafa borist um að að minnsta kosti einn gíslanna hafi verið á lífi undir lok síðasta árs. BBC greinir frá. Um er að ræða þau Louisa Akavi, Alaa Rajab og Nabil Bakdounes sem störfuðu fyrir samtökin í Sýrlandi. Þau hafa verið í haldi íslamska ríkisins síðan þeim var rænt á leið til Idlib-héraðsins í norðvestur Sýrlandi. Í yfirlýsingu frá Rauða krossinum segir að vísbendingar hafi borist um að Akavi hafi verið á lífi undir lok ársins 2018 en ekkert er vitað um hina tvo. Verðlaunaður hjúkrunarfræðingur með áratuga reynsluAkavi, sem er nýsjálenskur ríkisborgari og hjúkrunarfræðingur, er 62 ára gömul og hefur farið sautján sinnum á vettvang fyrir hönd Rauða krossins til þess að veita aðstoð. Hún hefur meðal annars starfað í Bosníu, Sómalíu og Afganistan fyrir samtökin og komst lífs af í árás sem gerð var á skýli samtakanna í Tsétséníu árið 1996 þar sem sex starfsmenn létu lífið. Hún hlaut Florence Nightingale viðurkenninguna árið 1999 fyrir hjúkrunarstörf sín. Rajab og Bakdounes eru báðir sýrlenskir ríkisborgarar og störfuðu sem bílstjórar fyrir mannúðarsamtök á svæðinu. Dominik Stillhart, aðgerðarstjóri hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins biðlaði til þeirra sem búa yfir einhverjum upplýsingum um afdrif starfsmannanna að gefa sig fram. Þá fara þeir fram á að starfsmönnunum verði sleppt tafarlaust séu þeir enn í haldi. Hjálparstarf Sýrland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Rauði krossinn leitar nú upplýsinga um þrjá starfsmenn sem var rænt í Sýrlandi fyrir rúmlega fimm árum síðan. Vísbendingar hafa borist um að að minnsta kosti einn gíslanna hafi verið á lífi undir lok síðasta árs. BBC greinir frá. Um er að ræða þau Louisa Akavi, Alaa Rajab og Nabil Bakdounes sem störfuðu fyrir samtökin í Sýrlandi. Þau hafa verið í haldi íslamska ríkisins síðan þeim var rænt á leið til Idlib-héraðsins í norðvestur Sýrlandi. Í yfirlýsingu frá Rauða krossinum segir að vísbendingar hafi borist um að Akavi hafi verið á lífi undir lok ársins 2018 en ekkert er vitað um hina tvo. Verðlaunaður hjúkrunarfræðingur með áratuga reynsluAkavi, sem er nýsjálenskur ríkisborgari og hjúkrunarfræðingur, er 62 ára gömul og hefur farið sautján sinnum á vettvang fyrir hönd Rauða krossins til þess að veita aðstoð. Hún hefur meðal annars starfað í Bosníu, Sómalíu og Afganistan fyrir samtökin og komst lífs af í árás sem gerð var á skýli samtakanna í Tsétséníu árið 1996 þar sem sex starfsmenn létu lífið. Hún hlaut Florence Nightingale viðurkenninguna árið 1999 fyrir hjúkrunarstörf sín. Rajab og Bakdounes eru báðir sýrlenskir ríkisborgarar og störfuðu sem bílstjórar fyrir mannúðarsamtök á svæðinu. Dominik Stillhart, aðgerðarstjóri hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins biðlaði til þeirra sem búa yfir einhverjum upplýsingum um afdrif starfsmannanna að gefa sig fram. Þá fara þeir fram á að starfsmönnunum verði sleppt tafarlaust séu þeir enn í haldi.
Hjálparstarf Sýrland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira