Efast ekki um að yfirdeild MDE fallist á sjónarmið Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2019 12:42 Arnar Þór Jónsson er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. fréttablaðið/anton brink Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15