Efast ekki um að yfirdeild MDE fallist á sjónarmið Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2019 12:42 Arnar Þór Jónsson er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. fréttablaðið/anton brink Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15