Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2019 14:15 Pekka Haavisto, leiðtogi Græningja, Jussi Halla-aho, leiðtogi Sannra Finna og Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna. AP Finnar munu ganga að kjörborðinu á morgun eftir óvenjulega átakamikla mánuði í stjórnmálunum þar í landi. Skoðanakannanir benda til að svo gæti farið að enginn flokkur nái að rjúfa 20 prósenta múrinn og eiga flestir von á því að flokkar muni þurfa að leita samstarfs yfir miðju stjórnmálanna, ætli þeir sér að mynda nýja stjórn. Slíkar viðræður gætu dregist á langinn. Juha Sipilä forsætisráðherra og hægristjórn hans sagði af sér um mánuði fyrir kosningarnar eftir að stjórninni mistókst að ná fyrirhuguðum breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Vikurnar fyrir kosningar hafa Sannir Finnar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, verið á mikilli siglingu og er búist við að þeir verði næststærstir á þingi.Alls eiga 200 þingmenn sæti á finnska þinginu.EPAEnginn flokkur með yfir 20 prósent fylgi Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hægri stjórn verið við völd í landinu eftir að Miðflokkur Sipilä, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar (síðar Blá framtíð) náðu saman um myndun stjórnar. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu til liðs við stjórnarandstöðuna. Í skoðanakönnunum nú má finna merki um óánægju Finna með stjórn Sipilä, en Miðflokkur hans, sem fékk 21,1 prósent atkvæða í kosningunum 2017, mælist nú einungis með 14,5 prósent. Hið sama á við um Sameiningarflokkinn sem hlaut 18,5 prósent í kosningunum 2015 en mælist með tæp sextán prósent nú.Juha Sipilä, formaður Miðflokksins, tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2015.APVinstrisveifla Vinstriflokkarnir eru á nokkurri siglingu og stefnir allt í að Jafnaðarmenn verði stærstir á þingi, en þeir mælast nú með tæplega tuttugu prósent atkvæða. Þá hafa Græningjar og Vinstrisambandið einnig bætt við sig fylgi. Venjan í finnskum stjórnmálum hefur verið sú að formaður stærsta flokksins á þingi verður forsætisráðherra landsins. Þá hefur það tíðkast að stjórn sé mynduð yfir miðju stjórnmálanna, og má því segja að hægristjórn Sipilä sé undantekning á þeirri reglu þegar tókst að mynda hreina hægristjórn. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmanna, hefur sagst vilja mynda stjórn yfir miðju og hefur hann nefnt Miðflokkinn, Sameiningarflokkinn, Græningja og Vinstrasambandið sem mögulega samstarfsflokka. Rinne hefur heitið því að hækka lífeyrisgreiðslur, atvinnuleysisbætur og styrki til náms.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.APÖfgafyllri undir stjórn Halla-aho Líkt og áður sagði hafa Sannir Finnar verið á mikilli siglingu undir stjórn formannsins Jussi Halla-aho, sem hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Sumarið 2017 mældist flokkurinn með um tíu prósent fylgi í könnunum, en mælist nú með rúmlega sextán prósent fylgi. Allt stefnir hins vegar í að stjórnarflokkurinn, Blá framtíð, muni ekki ná inn einum einasta þingmanni, en Soini sóttist ekki eftir endurkjöri. Fréttaskýrendur hafa margir sagt Sanna Finna hafa orðið öfgafyllri í formennskutíð Halla-aho. Innflytjendamál hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, ekki síst þar sem erlendir ríkisborgarar eru grunaðir um fjölda kynferðisárása í bænum Oulu að undanförnu sem hefur leitt til mikillar umræðu um hælisleitendur í landinu og stöðu þeirra. Loftslagsmálin hafa sömuleiðis verið áberandi þar sem frambjóðendur Sannra Finna hafa tekið aðra afstöðu en aðrir. Segja þeir Finnland hafi þegar skilað sínu framlagi í loftslagsmálum. Litlu skiptir fyrir loftslagið ef Finnar, Svíar og Norður-Evrópumenn gangi að eigin iðnaði dauðum og flytji framleiðsluna til Kína sem svo séu stikkfrí þegar kemur að því að bregðast við loftslagsbreytingum. Finnland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Afsögnin kemur eftir að ríkisstjórn Juha Sipilä féll frá umbótum í heilbrigðis- og félagsmálum. 8. mars 2019 08:19 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Finnar munu ganga að kjörborðinu á morgun eftir óvenjulega átakamikla mánuði í stjórnmálunum þar í landi. Skoðanakannanir benda til að svo gæti farið að enginn flokkur nái að rjúfa 20 prósenta múrinn og eiga flestir von á því að flokkar muni þurfa að leita samstarfs yfir miðju stjórnmálanna, ætli þeir sér að mynda nýja stjórn. Slíkar viðræður gætu dregist á langinn. Juha Sipilä forsætisráðherra og hægristjórn hans sagði af sér um mánuði fyrir kosningarnar eftir að stjórninni mistókst að ná fyrirhuguðum breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Vikurnar fyrir kosningar hafa Sannir Finnar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, verið á mikilli siglingu og er búist við að þeir verði næststærstir á þingi.Alls eiga 200 þingmenn sæti á finnska þinginu.EPAEnginn flokkur með yfir 20 prósent fylgi Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hægri stjórn verið við völd í landinu eftir að Miðflokkur Sipilä, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar (síðar Blá framtíð) náðu saman um myndun stjórnar. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu til liðs við stjórnarandstöðuna. Í skoðanakönnunum nú má finna merki um óánægju Finna með stjórn Sipilä, en Miðflokkur hans, sem fékk 21,1 prósent atkvæða í kosningunum 2017, mælist nú einungis með 14,5 prósent. Hið sama á við um Sameiningarflokkinn sem hlaut 18,5 prósent í kosningunum 2015 en mælist með tæp sextán prósent nú.Juha Sipilä, formaður Miðflokksins, tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2015.APVinstrisveifla Vinstriflokkarnir eru á nokkurri siglingu og stefnir allt í að Jafnaðarmenn verði stærstir á þingi, en þeir mælast nú með tæplega tuttugu prósent atkvæða. Þá hafa Græningjar og Vinstrisambandið einnig bætt við sig fylgi. Venjan í finnskum stjórnmálum hefur verið sú að formaður stærsta flokksins á þingi verður forsætisráðherra landsins. Þá hefur það tíðkast að stjórn sé mynduð yfir miðju stjórnmálanna, og má því segja að hægristjórn Sipilä sé undantekning á þeirri reglu þegar tókst að mynda hreina hægristjórn. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmanna, hefur sagst vilja mynda stjórn yfir miðju og hefur hann nefnt Miðflokkinn, Sameiningarflokkinn, Græningja og Vinstrasambandið sem mögulega samstarfsflokka. Rinne hefur heitið því að hækka lífeyrisgreiðslur, atvinnuleysisbætur og styrki til náms.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.APÖfgafyllri undir stjórn Halla-aho Líkt og áður sagði hafa Sannir Finnar verið á mikilli siglingu undir stjórn formannsins Jussi Halla-aho, sem hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Sumarið 2017 mældist flokkurinn með um tíu prósent fylgi í könnunum, en mælist nú með rúmlega sextán prósent fylgi. Allt stefnir hins vegar í að stjórnarflokkurinn, Blá framtíð, muni ekki ná inn einum einasta þingmanni, en Soini sóttist ekki eftir endurkjöri. Fréttaskýrendur hafa margir sagt Sanna Finna hafa orðið öfgafyllri í formennskutíð Halla-aho. Innflytjendamál hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, ekki síst þar sem erlendir ríkisborgarar eru grunaðir um fjölda kynferðisárása í bænum Oulu að undanförnu sem hefur leitt til mikillar umræðu um hælisleitendur í landinu og stöðu þeirra. Loftslagsmálin hafa sömuleiðis verið áberandi þar sem frambjóðendur Sannra Finna hafa tekið aðra afstöðu en aðrir. Segja þeir Finnland hafi þegar skilað sínu framlagi í loftslagsmálum. Litlu skiptir fyrir loftslagið ef Finnar, Svíar og Norður-Evrópumenn gangi að eigin iðnaði dauðum og flytji framleiðsluna til Kína sem svo séu stikkfrí þegar kemur að því að bregðast við loftslagsbreytingum.
Finnland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Afsögnin kemur eftir að ríkisstjórn Juha Sipilä féll frá umbótum í heilbrigðis- og félagsmálum. 8. mars 2019 08:19 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Afsögnin kemur eftir að ríkisstjórn Juha Sipilä féll frá umbótum í heilbrigðis- og félagsmálum. 8. mars 2019 08:19
Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08