Rannsókn NASA leiddi í ljós gríðarleg áhrif sem geimferðir geta haft á líkama manna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 15:14 Tvíburabræðurnir Mark Kelly og Scott Kelly Getty/Peter Kramer Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur. Geimurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Sjá meira
Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur.
Geimurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Sjá meira