Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2019 12:46 Nigel Farage vill áfram eiga sæti á Evrópuþinginu. EPA Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Brexit-flokkinn, og segist hann vilja sjá „lýðræðisbyltingu“ eiga sér stað í Bretlandi. Farage greindi frá stofnun flokksins í Coventry fyrr í dag og sagði hann fyrirhugaðar Evrópuþingskosningar vera fyrsta mál á dagskrá flokksins, en að fyrsta „verkefni“ hans væri að „breyta stjórnmálunum“.Í frétt BBC segir að fulltrúar UKIP hafi lýst nýstofnuðum flokki Farage sem engu nema tæki fyrir Farage sjálfan. Tilkynnt er um Brexitflokkinn eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, samþykkti að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til 31. október, með þeim fyrirvara að hægt verði að ganga út fyrr, samþykki breska þingið útgöngusamninginn. Frestunin þýðir að kosningar til Evrópuþingsins fara einnig fram í Bretlandi í lok næsta mánaðar. Farage sagði Brexitflokkinn vera með tilkomumikinn sjötíu manna framboðslista, en í hópi þeirra er meðal annars að finna Annunziata Rees-Mogg, systur þingmanns Íhaldsflokksins, Jacob Rees-Mogg, sem var einn helsti talsmaður útgöngusinna Íhaldsflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Farage var formaður UKIP með hléum á árunum 2006 til 2016. Hann hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá 1999. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. 12. apríl 2019 12:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Brexit-flokkinn, og segist hann vilja sjá „lýðræðisbyltingu“ eiga sér stað í Bretlandi. Farage greindi frá stofnun flokksins í Coventry fyrr í dag og sagði hann fyrirhugaðar Evrópuþingskosningar vera fyrsta mál á dagskrá flokksins, en að fyrsta „verkefni“ hans væri að „breyta stjórnmálunum“.Í frétt BBC segir að fulltrúar UKIP hafi lýst nýstofnuðum flokki Farage sem engu nema tæki fyrir Farage sjálfan. Tilkynnt er um Brexitflokkinn eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, samþykkti að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til 31. október, með þeim fyrirvara að hægt verði að ganga út fyrr, samþykki breska þingið útgöngusamninginn. Frestunin þýðir að kosningar til Evrópuþingsins fara einnig fram í Bretlandi í lok næsta mánaðar. Farage sagði Brexitflokkinn vera með tilkomumikinn sjötíu manna framboðslista, en í hópi þeirra er meðal annars að finna Annunziata Rees-Mogg, systur þingmanns Íhaldsflokksins, Jacob Rees-Mogg, sem var einn helsti talsmaður útgöngusinna Íhaldsflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Farage var formaður UKIP með hléum á árunum 2006 til 2016. Hann hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá 1999.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. 12. apríl 2019 12:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38
Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15
Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. 12. apríl 2019 12:15