SpaceX skaut öflugustu eldflaug heims á loft Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2019 22:15 Frá tilraunaskoti Falcon Heavy þegar Stjörnumanninum var skotið út í sólkerfið. Vísir/SpaceX Uppfært: Allt virðist hafa farið vel við geimskotið. Gervihnötturinn er á leið á sinn sporbraut og öllum þremur hlutum eldflaugarinnar var lent í heilu lagi. Fyrirtækið SpaceX mun skjóta Falcon Heavy, öflugustu eldflaug heims, á loft í kvöld. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast rúmlega hálf ellefu og á að vera opinn í tvo tíma. Útlit er fyrir að veðrið muni ekki koma í veg fyrir það eins og síðustu kvöld. Þetta er í annað sinn sem Falcon Heavy er skotið á loft en það var síðast gert í febrúar í fyrra þegar Stjörnumanninum svokallaða var skotið út í sólkerfið.Sjá einnig: Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceXFalcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar. Fyrstu tvær eldflaugarnar munu lenda á sama stað og þeim var skotið á loft en sú þriðja á að lenda á drónaskipi undan ströndum Flórída. Einnig stóð til að lenda henni í fyrra en hún varð eldsneytislaus og skall í hafið á miklum hraða.Eldflaugin öfluga mun bera Arabsat-6A samskiptagervihnött á braut um jörðu. Gervihnötturinn verður notaður til að dreifa sjónvarpsútsendingum, útvarpsstendingum, interneti og símasambandi í Mið-Austurlöndum, Evrópu og Afríku, samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX.Falcon Heavy’s 27 Merlin engines generate more than 5 million pounds of thrust at liftoff, making it the world’s most powerful operational rocket by a factor of two pic.twitter.com/0LGaLgdi13 — SpaceX (@SpaceX) April 7, 2019T-1 hour until Falcon Heavy launch of Arabsat-6A. Webcast will go live about 15 minutes before liftoff → https://t.co/gtC39uBC7z— SpaceX (@SpaceX) April 11, 2019 Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Uppfært: Allt virðist hafa farið vel við geimskotið. Gervihnötturinn er á leið á sinn sporbraut og öllum þremur hlutum eldflaugarinnar var lent í heilu lagi. Fyrirtækið SpaceX mun skjóta Falcon Heavy, öflugustu eldflaug heims, á loft í kvöld. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast rúmlega hálf ellefu og á að vera opinn í tvo tíma. Útlit er fyrir að veðrið muni ekki koma í veg fyrir það eins og síðustu kvöld. Þetta er í annað sinn sem Falcon Heavy er skotið á loft en það var síðast gert í febrúar í fyrra þegar Stjörnumanninum svokallaða var skotið út í sólkerfið.Sjá einnig: Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceXFalcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar. Fyrstu tvær eldflaugarnar munu lenda á sama stað og þeim var skotið á loft en sú þriðja á að lenda á drónaskipi undan ströndum Flórída. Einnig stóð til að lenda henni í fyrra en hún varð eldsneytislaus og skall í hafið á miklum hraða.Eldflaugin öfluga mun bera Arabsat-6A samskiptagervihnött á braut um jörðu. Gervihnötturinn verður notaður til að dreifa sjónvarpsútsendingum, útvarpsstendingum, interneti og símasambandi í Mið-Austurlöndum, Evrópu og Afríku, samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX.Falcon Heavy’s 27 Merlin engines generate more than 5 million pounds of thrust at liftoff, making it the world’s most powerful operational rocket by a factor of two pic.twitter.com/0LGaLgdi13 — SpaceX (@SpaceX) April 7, 2019T-1 hour until Falcon Heavy launch of Arabsat-6A. Webcast will go live about 15 minutes before liftoff → https://t.co/gtC39uBC7z— SpaceX (@SpaceX) April 11, 2019
Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira