Bandaríkjaforseti brigslar um valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 10:09 Trump er sagður ráðfæra sig reglulega við sjónvarpsmanninn Sean Hannity (t.v.). Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43