Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 17:07 Leiðtogi stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu. Getty/ Altan Gocher Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“ Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“
Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07
Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54
Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19
Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22