Fundu rúmlega þúsund byssur í glæsihýsi í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 23:01 Lögregluþjónar skrá byssurnar þúsund. Vísir/AP Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn eftir að rúmlega þúsund skotvopn fundust í glæsihýsi í Los Angeles í morgun. Það tók þrjátíu lögregluþjóna minnst tólf tíma að finna allar byssurnar og fjarlægja þær. Einhverjir viðmælendur fjölmiðla segja það hafa tekið fimmtán tíma. Um er að ræða skotvopn af öllum gerðum eins og haglabyssur, riffla, hálfsjálfvirka riffla og skammbyssur. Samkvæmt LA Times fannst einnig .50 kalibera vélbyssa í húsinu en vopnin fundust á víð og dreif um húsið og í innkeyrslu þess. Lögreglan segir hluta skotvopnanna vera sjálfvirk að fullu, sem er brot á lögum Bandaríkjanna. Sá sem var handtekinn heitir Girard Saenz og lögreglan grunar hann um að hafa staðið í ólöglegri vopnasölu. Hafa ber í huga að það er ekki endilega ólöglegt að eiga svo mörg skotvopn í Kaliforníu, þó einhver þeirra vopna sem fundust í húsinu séu ólögleg. Til marks um það segir lögreglan að þetta sé „einn stærsti“ vopnafundurinn í borginni.Over 1,000 firearms & one person arrested for 30600(a) PC, in one of the largest recoveries in LAPD history. How did this happen? The LAPD & ATF received info that a person was selling & manufacturing illegal firearms, which led to a search warrant in a Holmby Hills residence. pic.twitter.com/9kWq4vuFnb — LAPD HQ (@LAPDHQ) May 9, 2019 Saenz er skráður vopnasali en hann hefur þó ekki leyfi til að selja byssur með þessum hætti né allar tegundir þeirra skotvopna sem hann virðist hafa verið að selja. Honum var sleppt úr haldi í dag gegn 50 þúsund dala tryggingu. Málið þykir hið furðulegasta og þar á meðal vegna þess að vopnin fundust í hverfi sem heitir Bel Air og er skammt frá Beverly Hills þar sem vel settir íbúar Los Angeles búa og þar á meðal fjöldinn allur af sjónvarps- og kvikmyndastjörnum. Chris Ramirez, talsmaður lögreglunnar, segir einstaklega undarlegt að öll þessi vopn hafi fundist í glæsihýsi í umræddu hverfi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn eftir að rúmlega þúsund skotvopn fundust í glæsihýsi í Los Angeles í morgun. Það tók þrjátíu lögregluþjóna minnst tólf tíma að finna allar byssurnar og fjarlægja þær. Einhverjir viðmælendur fjölmiðla segja það hafa tekið fimmtán tíma. Um er að ræða skotvopn af öllum gerðum eins og haglabyssur, riffla, hálfsjálfvirka riffla og skammbyssur. Samkvæmt LA Times fannst einnig .50 kalibera vélbyssa í húsinu en vopnin fundust á víð og dreif um húsið og í innkeyrslu þess. Lögreglan segir hluta skotvopnanna vera sjálfvirk að fullu, sem er brot á lögum Bandaríkjanna. Sá sem var handtekinn heitir Girard Saenz og lögreglan grunar hann um að hafa staðið í ólöglegri vopnasölu. Hafa ber í huga að það er ekki endilega ólöglegt að eiga svo mörg skotvopn í Kaliforníu, þó einhver þeirra vopna sem fundust í húsinu séu ólögleg. Til marks um það segir lögreglan að þetta sé „einn stærsti“ vopnafundurinn í borginni.Over 1,000 firearms & one person arrested for 30600(a) PC, in one of the largest recoveries in LAPD history. How did this happen? The LAPD & ATF received info that a person was selling & manufacturing illegal firearms, which led to a search warrant in a Holmby Hills residence. pic.twitter.com/9kWq4vuFnb — LAPD HQ (@LAPDHQ) May 9, 2019 Saenz er skráður vopnasali en hann hefur þó ekki leyfi til að selja byssur með þessum hætti né allar tegundir þeirra skotvopna sem hann virðist hafa verið að selja. Honum var sleppt úr haldi í dag gegn 50 þúsund dala tryggingu. Málið þykir hið furðulegasta og þar á meðal vegna þess að vopnin fundust í hverfi sem heitir Bel Air og er skammt frá Beverly Hills þar sem vel settir íbúar Los Angeles búa og þar á meðal fjöldinn allur af sjónvarps- og kvikmyndastjörnum. Chris Ramirez, talsmaður lögreglunnar, segir einstaklega undarlegt að öll þessi vopn hafi fundist í glæsihýsi í umræddu hverfi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira