Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 21:39 Jeff Bezos og geimfarið Blue Moon. AP/Patrick Semansky Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun. Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun.
Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira