Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 21:39 Jeff Bezos og geimfarið Blue Moon. AP/Patrick Semansky Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun. Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun.
Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira