Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 15:22 Trump-stjórnin reynir nú eftir fremsta megni að stöðva allar tilraunir demókrata á Bandaríkjaþingi til að rannsaka forsetann eða stjórnarathafnir. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur tilkynnt Bandaríkjaþingi að Donald Trump forseti hafi krafist þess að trúnaður ríki um skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn geti því ekki fengið óritskoðaða útgáfu hennar afhenta eins og demókratar hafa krafist. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þar sem demókratar fara með formennsku hafði stefnt William Barr, dómsmálaráðherra, til að afhenda henni óritskoðaða útgáfu Mueller-skýrslunnar og öll þau gögn sem hún byggði á. Barr strikaði yfir hluta skýrslunnar sem hann taldi sér ekki heimilt að birta opinberlega á skírdag. Barr neitaði aftur á móti að verða við stefnunni. Samningaviðræður höfðu síðan staðið yfir á milli Jerry Nadler, formanns þingnefndarinnar, og Hvíta hússins. Nú hefur Hvíta húsið tilkynnt að Trump hafi ákveðið að nýta heimild sína til að krefjast trúnaðar um skýrslunnar og koma í veg fyrir að efni hennar sé gert opinbert að fullu, að sögn Washington Post. Deilt hefur verið um hvort að Trump gæti neytt þess réttar þar sem hann hafi þegar afsalað sér honum þegar hann leyfði núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins að ræða við saksóknara Mueller auk þess sem skýrslan hefur þegar verið gerð opinber að mestu leyti. Í bréfi Stephens Boyd, aðstoðardómsmálaráðherra, til Bandaríkjaþings sagði hann að Barr dómsmálaráðherra hafi ekki getað orðið við stefnu þingnefndarinnar án þess að brjóta lög, reglur og dómsúrskurði. Nadler fullyrðir á móti að með ákvörðun sinni sé Trump-stjórnin að færa sig upp á skaftið í að ögra stjórnarskrárbundnum skyldum þingsins. Hann ætlar að láta greiða atkvæði um það í dag hvort að þingið ætti að telja Barra sýna því óvirðingu með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar.Vill ekki að Mueller eða yfirlögfræðingur Hvíta hússins beri vitni Mueller-skýrslan var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Niðurstöður hennar voru að ekki hafi verið hægt að sýna fram á glæpsamlegt samsæri á milli framboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 þrátt fyrir fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til þess að reglur dómsmálaráðuneytisins útilokuðu að ákæra sitjandi forseta. Lýsti Mueller aftur á móti röð atvika sem hann taldi vísbendingar um að Trump hefði vissulega reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mögulega væri hægt að sækja forsetann til saka eftir að hann léti af embætti. Áður hefur Trump skipað Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins, að bera ekki vitni fyrir þingnefndinni. Skýrsla Mueller byggði að miklu leyti á ítarlegum framburði McGahn, meðal annars um hvernig Trump reyndi að fá hann til að binda endi á rannsóknina. Þá eiga demókratar í viðræðum við Mueller sjálfan um að hann komi og beri vitni. Trump hefur einnig lýst því yfir að það ætti hann ekki að gera. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Hvíta húsið hefur tilkynnt Bandaríkjaþingi að Donald Trump forseti hafi krafist þess að trúnaður ríki um skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn geti því ekki fengið óritskoðaða útgáfu hennar afhenta eins og demókratar hafa krafist. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þar sem demókratar fara með formennsku hafði stefnt William Barr, dómsmálaráðherra, til að afhenda henni óritskoðaða útgáfu Mueller-skýrslunnar og öll þau gögn sem hún byggði á. Barr strikaði yfir hluta skýrslunnar sem hann taldi sér ekki heimilt að birta opinberlega á skírdag. Barr neitaði aftur á móti að verða við stefnunni. Samningaviðræður höfðu síðan staðið yfir á milli Jerry Nadler, formanns þingnefndarinnar, og Hvíta hússins. Nú hefur Hvíta húsið tilkynnt að Trump hafi ákveðið að nýta heimild sína til að krefjast trúnaðar um skýrslunnar og koma í veg fyrir að efni hennar sé gert opinbert að fullu, að sögn Washington Post. Deilt hefur verið um hvort að Trump gæti neytt þess réttar þar sem hann hafi þegar afsalað sér honum þegar hann leyfði núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins að ræða við saksóknara Mueller auk þess sem skýrslan hefur þegar verið gerð opinber að mestu leyti. Í bréfi Stephens Boyd, aðstoðardómsmálaráðherra, til Bandaríkjaþings sagði hann að Barr dómsmálaráðherra hafi ekki getað orðið við stefnu þingnefndarinnar án þess að brjóta lög, reglur og dómsúrskurði. Nadler fullyrðir á móti að með ákvörðun sinni sé Trump-stjórnin að færa sig upp á skaftið í að ögra stjórnarskrárbundnum skyldum þingsins. Hann ætlar að láta greiða atkvæði um það í dag hvort að þingið ætti að telja Barra sýna því óvirðingu með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar.Vill ekki að Mueller eða yfirlögfræðingur Hvíta hússins beri vitni Mueller-skýrslan var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Niðurstöður hennar voru að ekki hafi verið hægt að sýna fram á glæpsamlegt samsæri á milli framboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 þrátt fyrir fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til þess að reglur dómsmálaráðuneytisins útilokuðu að ákæra sitjandi forseta. Lýsti Mueller aftur á móti röð atvika sem hann taldi vísbendingar um að Trump hefði vissulega reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mögulega væri hægt að sækja forsetann til saka eftir að hann léti af embætti. Áður hefur Trump skipað Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins, að bera ekki vitni fyrir þingnefndinni. Skýrsla Mueller byggði að miklu leyti á ítarlegum framburði McGahn, meðal annars um hvernig Trump reyndi að fá hann til að binda endi á rannsóknina. Þá eiga demókratar í viðræðum við Mueller sjálfan um að hann komi og beri vitni. Trump hefur einnig lýst því yfir að það ætti hann ekki að gera.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00