Loðnubrestur í ferðaþjónustunni Sigrún Hjartardóttir skrifar 8. maí 2019 12:50 Ferðaþjónustan hefur fest sig rækilega í sessi sem undirstöðuútflutningsgrein. Engum dylst mikilvægi hennar í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og um þriðjungur allra nýrra starfa í landinu frá árinu 2011 hefur orðið til í ferðaþjónustu. En eftir ævintýralegan vöxt undanfarin ár er næsta víst að samdráttur verður í komu erlendra ferðamanna til landsins árið 2019. Enda þótt öllum mætti vera ljóst að 25-30% árlegur vöxtur gæti ekki gengið til eilífðar og þrátt fyrir að lendingin sé e.t.v. harkalegri en á væri kosið, má þó greina þær raddir sem vilja meina að algjört svartnætti blasi við ferðaþjónustunni. En er það raunverulega svo? Getur ekki verið að það sé gott fyrir greinina að fá þetta tækifæri til að staldra við, rýna í þróun undanfarinna ára og draga af henni lærdóm? Hvað var vel gert og hvað mætti betur fara? Það er eðlilegur hluti líftímakúrfu hverrar greinar og raunar hvers fyrirtækis að fara í gegnum þrengingar sem vissulega geta fylgt sársaukafullar aðgerðir en skila, ef vel tekst til, hagkvæmari og sterkari rekstri byggðum á raunhæfum áætlunum og sterkum stoðum. Það þýðir ekki að öll sund séu lokuð. Hinn raunverulegir loðnubrestur sem útgerðin varð fyrir í byrjun árs olli miklum búsifjum fyrir greinina og ekki síst ýmis smærri bæjarfélög sem reiða sig á þær tekjur og atvinnu sem loðnuvertíðinni fylgir. Það er samt engin að tala um að nú þurfi sjávarútvegurinn að pakka saman. Ballið sé búið. Það er vegna þess að grein sem ætlar að vera til í langan tíma veit að eitt ár skiptir ekki höfuðmáli þegar horft er til næstu 50 eða 100 áranna. Markmiðið hlýtur að vera búa svo um hnútana að greinin geti tekið á sig „loðnubrestinn“ þegar hann dynur yfir. Því það mun alltaf gerast, hvaða nafni sem það nefnist hverju sinni, eldgos, farsóttir, hamfarir eða gjaldþrot tiltölulega lítils flugfélags.Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur fest sig rækilega í sessi sem undirstöðuútflutningsgrein. Engum dylst mikilvægi hennar í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og um þriðjungur allra nýrra starfa í landinu frá árinu 2011 hefur orðið til í ferðaþjónustu. En eftir ævintýralegan vöxt undanfarin ár er næsta víst að samdráttur verður í komu erlendra ferðamanna til landsins árið 2019. Enda þótt öllum mætti vera ljóst að 25-30% árlegur vöxtur gæti ekki gengið til eilífðar og þrátt fyrir að lendingin sé e.t.v. harkalegri en á væri kosið, má þó greina þær raddir sem vilja meina að algjört svartnætti blasi við ferðaþjónustunni. En er það raunverulega svo? Getur ekki verið að það sé gott fyrir greinina að fá þetta tækifæri til að staldra við, rýna í þróun undanfarinna ára og draga af henni lærdóm? Hvað var vel gert og hvað mætti betur fara? Það er eðlilegur hluti líftímakúrfu hverrar greinar og raunar hvers fyrirtækis að fara í gegnum þrengingar sem vissulega geta fylgt sársaukafullar aðgerðir en skila, ef vel tekst til, hagkvæmari og sterkari rekstri byggðum á raunhæfum áætlunum og sterkum stoðum. Það þýðir ekki að öll sund séu lokuð. Hinn raunverulegir loðnubrestur sem útgerðin varð fyrir í byrjun árs olli miklum búsifjum fyrir greinina og ekki síst ýmis smærri bæjarfélög sem reiða sig á þær tekjur og atvinnu sem loðnuvertíðinni fylgir. Það er samt engin að tala um að nú þurfi sjávarútvegurinn að pakka saman. Ballið sé búið. Það er vegna þess að grein sem ætlar að vera til í langan tíma veit að eitt ár skiptir ekki höfuðmáli þegar horft er til næstu 50 eða 100 áranna. Markmiðið hlýtur að vera búa svo um hnútana að greinin geti tekið á sig „loðnubrestinn“ þegar hann dynur yfir. Því það mun alltaf gerast, hvaða nafni sem það nefnist hverju sinni, eldgos, farsóttir, hamfarir eða gjaldþrot tiltölulega lítils flugfélags.Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun