Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 23:00 240 eldflaugar og sprengjur voru skotnar niður með loftvarnarkerfi ísrael. AP/Ariel Schalit Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast. Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast.
Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19
Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57