Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2019 19:45 Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira