Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 10:36 Jair Bolsonaro er ekki vinsæll meðal náttúruverndar- og mannréttindasinna. Andre Coelho/Getty Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Bandaríkin Brasilía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði.
Bandaríkin Brasilía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira