Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 09:40 Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord. JORGEN REE WIIG/EPA Norska ríkisútvarpið, NRK, lýsti því yfir á föstudag að opinbert nafn mjaldursins sem norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í síðustu viku og talinn er hafa verið þjálfaður til njósna af Rússum sé Hvaldimir. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Beisli sem Hvaldimir hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Þeirri kenningu er enn haldið á lofti þó að Rússar hafi gefið lítið fyrir hana í samtölum við fjölmiðla undanfarna daga. NRK kallaði eftir nafnatillögum frá almenningi þegar málið fór að vekja heimsathygli og segir yfir 25 þúsund manns hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um bestu tillöguna. Yfir 30 prósent völdu nafnið Hvaldimir en VG, vinsælasta dagblað Noregs, var þegar farið að nota það nafn um mjaldurinn sérstaka. Næst vinsælasta tillagan var nafið Joar, eftir Joar Hesten, sjómanninum sem stakk sér til sunds í hrímköldu Atlantshafinu til þess að losa beisli Hvaldimirs. Agent James Beluga hafnaði þá í þriðja sæti nafnakosningarinnar. Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.JORGEN REE WIIG/EPA Talinn þjálfaður af Rússum Hvaldimir er almennt talinn hafa sloppið úr þjálfunarstöð rússneska hersins í Murmansk. Þar eru Rússar taldir þjálfa hvali til sérstakra hernaðaraðgerða, búnir myndavélum og jafnvel vopnum. Rússar hafa þó alfarið neitað þessari kenningu. Hvalasérfræðingur við háskólann í Tromsø, Audun Rikardsen, segist þó sannfærður um að Hvaldimir komi úr þjálfunarstöð Rússa „Sú staðreynd að enginn hefur gert tilkall til hvalsins gæti verið merki um það,“ sagði Rikardsen í samtali við NRK. „Þessi frétt [af hvalafundinum] hefur farið um heiminn, þannig að hún er þekkt um öll sædýrasöfn og meðal þeirra sem vinna með hvali. Þeir sem týndu honum vita alveg að hann dúkkaði upp hér. Þegar enginn stígur fram og segist vilja fá hann til baka, þá er það merki um að þeir hinir sömu vilji kannski ekki draga allt of mikla athygli að málinu.“ Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Norska ríkisútvarpið, NRK, lýsti því yfir á föstudag að opinbert nafn mjaldursins sem norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í síðustu viku og talinn er hafa verið þjálfaður til njósna af Rússum sé Hvaldimir. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Beisli sem Hvaldimir hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Þeirri kenningu er enn haldið á lofti þó að Rússar hafi gefið lítið fyrir hana í samtölum við fjölmiðla undanfarna daga. NRK kallaði eftir nafnatillögum frá almenningi þegar málið fór að vekja heimsathygli og segir yfir 25 þúsund manns hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um bestu tillöguna. Yfir 30 prósent völdu nafnið Hvaldimir en VG, vinsælasta dagblað Noregs, var þegar farið að nota það nafn um mjaldurinn sérstaka. Næst vinsælasta tillagan var nafið Joar, eftir Joar Hesten, sjómanninum sem stakk sér til sunds í hrímköldu Atlantshafinu til þess að losa beisli Hvaldimirs. Agent James Beluga hafnaði þá í þriðja sæti nafnakosningarinnar. Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.JORGEN REE WIIG/EPA Talinn þjálfaður af Rússum Hvaldimir er almennt talinn hafa sloppið úr þjálfunarstöð rússneska hersins í Murmansk. Þar eru Rússar taldir þjálfa hvali til sérstakra hernaðaraðgerða, búnir myndavélum og jafnvel vopnum. Rússar hafa þó alfarið neitað þessari kenningu. Hvalasérfræðingur við háskólann í Tromsø, Audun Rikardsen, segist þó sannfærður um að Hvaldimir komi úr þjálfunarstöð Rússa „Sú staðreynd að enginn hefur gert tilkall til hvalsins gæti verið merki um það,“ sagði Rikardsen í samtali við NRK. „Þessi frétt [af hvalafundinum] hefur farið um heiminn, þannig að hún er þekkt um öll sædýrasöfn og meðal þeirra sem vinna með hvali. Þeir sem týndu honum vita alveg að hann dúkkaði upp hér. Þegar enginn stígur fram og segist vilja fá hann til baka, þá er það merki um að þeir hinir sömu vilji kannski ekki draga allt of mikla athygli að málinu.“
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00