Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 14:01 Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Vísir/Getty Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira