Stöndum í lappirnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar