Erlent

Hökkuðu sig inn í Eurovision-útsendinguna og vöruðu við loftárásum á Tel Aviv

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fulltrúar þeirra tíu landa sem komust áfram í úrslitin í gær, þar á meðal Ísland.
Fulltrúar þeirra tíu landa sem komust áfram í úrslitin í gær, þar á meðal Ísland. Vísir/getty
Tölvuþrjótar brutust inn í Eurovision-vefútsendingu ísraelska ríkissjónvarpsins í gær og skeyttu inn á hana myndum af sprengjuárásum á Tel Aviv, þar sem söngvakeppnin er nú haldin. Ríkissjónvarpið kennir hinum palestínsku Hamas-samtökum um verknaðinn.

Í frétt Reuters um málið segir að Hamas hafi þó ekki lýst yfir ábyrgð á tölvuárásinni á útsendinguna á fyrra undankvöldi Eurovision í gærkvöldi.

Truflunin hafi ekki haft áhrif á sjónvarpsútsendingu keppninnar en stóð yfir í um tíu mínútur á netinu. Þeir sem horfðu á útsendinguna í gegnum netið fengu þannig falska tilkynningu um yfirvofandi sprengjuárás, auk falskra mynda af slíkum árásum. Var áhorfendum ráðlagt að leita skjóls og undir hljómaði viðvörunarflauta.

Átök ísraelskra stjórnvalda og Hamas-samtakanna í Palestínu ágerðust í aðdraganda Eurovision. Átökin náðu hámarki í byrjun maí þegar 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í loftárásum á Gaza-svæðinu.


Tengdar fréttir

Hótanir gegn Eurovision

Sam­tök her­skárra íslam­ista úr röðum Palestínu­mann hefur í til­kynningu hótað Euro­vision-söngva­keppninni að sögn Jeru­salem Post.

Atriði Hatara vakti athygli The Jerusalem Post

Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision er forsíðuefni á ísraelska miðlinum The Jerusalem Post þar sem greint er frá hátíðinni sem sé sjónvarpað til milljóna um heim allan.

Samið um vopnahlé á Gaza

Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×