Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2019 22:11 Hljómsveitin Hatari er framlag Íslands í Eurovision í ár. Eurovision Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda deilum. Í úttekt BBC er fjallað um þá umræðu sem hefur átt sér stað vegna þess að keppnin er haldin í Ísrael í ár. Hafa margir kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin vegna framkomu yfirvalda Ísraels í garð Palestínumanna. Reglur Eurovision banna þátttakendum að vera með pólitískan áróður í tengslum við keppnina en Hatara-menn segja í samtali við BBC að þeir hafi ákveðið að taka þátt til að beina athyglinni að þeirri pólitísku stöðu sem ríkir um Ísrael. „Eurovison-söngvakeppnin var stofnuð með frið og sameiningu að leiðarljósi. Okkur finnst það fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara, við BBC. Hatara-menn segja við BBC að þeir muni virða reglur Eurovision með því að vera ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar á meðan þeir taka þátt. Í grein BBC er fjallað um að Eurovision sé stærsti tónleikaviðburður heims í beinni útsendingu og njóti mikilla vinsælda hjá unga fólkinu en flestir sem taka þátt í keppninni í ár eru á þrítugsaldri. BBC bendir á að deilur Ísraels- og Palestínumanna séu ekki þær einu sem hafa ratað inn í keppnina. Úkraínski tónlistarmaðurinn Maruv hætti við þátttöku eftir að hafa verið beðin um sverja hollustu við Úkraínu í deilu vegna yfirráða Rússa á Krímskaganum. Úkraínska ríkissjónvarpið bað hana um að hætta við að syngja á tónleikum í Rússlandi ef hún ætlaði að taka þátt í keppninni. Hún ákvað því að hætta við að taka þátt. Einn af Eurovision-sérfræðingum BBC, Jayde Adams, segir Eurovision ekki bara söngvakeppni. „Hún er meira það. Þetta snýst um heiminn og hvar fólk passar inn í hann.“ Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda deilum. Í úttekt BBC er fjallað um þá umræðu sem hefur átt sér stað vegna þess að keppnin er haldin í Ísrael í ár. Hafa margir kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin vegna framkomu yfirvalda Ísraels í garð Palestínumanna. Reglur Eurovision banna þátttakendum að vera með pólitískan áróður í tengslum við keppnina en Hatara-menn segja í samtali við BBC að þeir hafi ákveðið að taka þátt til að beina athyglinni að þeirri pólitísku stöðu sem ríkir um Ísrael. „Eurovison-söngvakeppnin var stofnuð með frið og sameiningu að leiðarljósi. Okkur finnst það fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara, við BBC. Hatara-menn segja við BBC að þeir muni virða reglur Eurovision með því að vera ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar á meðan þeir taka þátt. Í grein BBC er fjallað um að Eurovision sé stærsti tónleikaviðburður heims í beinni útsendingu og njóti mikilla vinsælda hjá unga fólkinu en flestir sem taka þátt í keppninni í ár eru á þrítugsaldri. BBC bendir á að deilur Ísraels- og Palestínumanna séu ekki þær einu sem hafa ratað inn í keppnina. Úkraínski tónlistarmaðurinn Maruv hætti við þátttöku eftir að hafa verið beðin um sverja hollustu við Úkraínu í deilu vegna yfirráða Rússa á Krímskaganum. Úkraínska ríkissjónvarpið bað hana um að hætta við að syngja á tónleikum í Rússlandi ef hún ætlaði að taka þátt í keppninni. Hún ákvað því að hætta við að taka þátt. Einn af Eurovision-sérfræðingum BBC, Jayde Adams, segir Eurovision ekki bara söngvakeppni. „Hún er meira það. Þetta snýst um heiminn og hvar fólk passar inn í hann.“
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent