Yfirlögregluþjónn spyr hvort fjölskylda á sunnudagsrúntinum eigi að njóta vafans eða timbraður ökumaður Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 12:15 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Egill Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira