Norskur heimsmeistari vill bara æfa með stelpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:30 Karsten Warholm með gullið sem hann vann á EM innanhúss í vetur, Getty/Matthias Kern Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm. Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sjá meira
Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm.
Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti