Norskur heimsmeistari vill bara æfa með stelpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:30 Karsten Warholm með gullið sem hann vann á EM innanhúss í vetur, Getty/Matthias Kern Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm. Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjá meira
Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm.
Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjá meira