Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 23:46 Johnson & Johnson er sakað um að hafa visvitandi ýtt undir ópíóðafaraldurinn. getty/Andrew Harrer Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma.
Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira