Ómar lagði Gæsluna í annað sinn í baráttu um vangoldna leigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 15:41 Ratsjárstöðin á Hornafirði. Runólfur Hauksson Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti með því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Landhelgisgæslan þarf að greiða Ómari Antonssyni, eiganda jarðarinnar, rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu auk 3,5 milljóna króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Ómar höfðaði mál á hendur Landhelgisgæslunnar til innheimtu á vangoldinni leigu fyrir svæði úr landi jarðarinnar Horns sem íslenska ríkið tók á leigu með leigusamningi árið 1953. Deildu aðilar um það hvort Gæslan, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta árið 2016. Gæslan vildi taka mun minna landsvæði á leigu og lækka um leið einhliða fjárhæð leigunnar. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta. Um aðild Landhelgisgæslunnar vísaði Landsréttur til þess að íslenska ríkið væri leigutaki samkvæmt samningnum og því lægi beinast við að Ómar beindi málsókn sinni að því. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að Landhelgisgæsluan hefði greitt leigu fyrir landið á grundvelli reikninga sem Ómar hefði beint að honum frá árinu 2011. Þá væri ljóst af bréfi lögmanns Gæslunnar til Ómars að hann liti svo á að hann hefði á grundvelli verksamnings heimild til að ráðstafa hinu leigða landi. Loks yrði ekki séð af samskiptum aðila í aðdraganda málshöfðunar að Gæslan hefði gert athugasemd við að Ómar beindi erindum sínum að honum en ekki utanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Var fallist á það með héraðsdómi að Ómari hefði verið heimilt að beina kröfu sinni að Landhelgisgæslunni einni. Var Gæslan því dæmd til að greiða umkrafið leigugjald að frádreginni 1,7 milljóna króna innborgun frá árinu 2017.Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti með því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Landhelgisgæslan þarf að greiða Ómari Antonssyni, eiganda jarðarinnar, rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu auk 3,5 milljóna króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Ómar höfðaði mál á hendur Landhelgisgæslunnar til innheimtu á vangoldinni leigu fyrir svæði úr landi jarðarinnar Horns sem íslenska ríkið tók á leigu með leigusamningi árið 1953. Deildu aðilar um það hvort Gæslan, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta árið 2016. Gæslan vildi taka mun minna landsvæði á leigu og lækka um leið einhliða fjárhæð leigunnar. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta. Um aðild Landhelgisgæslunnar vísaði Landsréttur til þess að íslenska ríkið væri leigutaki samkvæmt samningnum og því lægi beinast við að Ómar beindi málsókn sinni að því. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að Landhelgisgæsluan hefði greitt leigu fyrir landið á grundvelli reikninga sem Ómar hefði beint að honum frá árinu 2011. Þá væri ljóst af bréfi lögmanns Gæslunnar til Ómars að hann liti svo á að hann hefði á grundvelli verksamnings heimild til að ráðstafa hinu leigða landi. Loks yrði ekki séð af samskiptum aðila í aðdraganda málshöfðunar að Gæslan hefði gert athugasemd við að Ómar beindi erindum sínum að honum en ekki utanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Var fallist á það með héraðsdómi að Ómari hefði verið heimilt að beina kröfu sinni að Landhelgisgæslunni einni. Var Gæslan því dæmd til að greiða umkrafið leigugjald að frádreginni 1,7 milljóna króna innborgun frá árinu 2017.Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45