Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 21:14 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AP/Matt Dunham Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39
Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28