„Milwaukee hatar Drake“ í fyrirsögn í staðarblaðinu í Milwaukee Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 23:00 Hvor er þjálfarinn? Drake og Nick Nurse á hliðarlínunni. Getty/Vaughn Ridley Tónlistamaðurinn Drake hefur verið afar áberandi á hliðarlínunni í leikjum Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en núna finnst mörgum hann hafa gengið allt of langt. Ekki síst það fólk sem heldur með liði Milwaukee Bucks. Toronto Raptors er tveimur sigrum frá því að komast í lokaúrslit NBA deildarinnar í fyrsta sinn þar sem meistarar Golden State Warriors bíða. Milwaukee Bucks vann tvo fyrstu leikina á sínum heimavelli en Toronto náði að nafna með tveimur sigurleikjum á sínum heimavelli.Drake v Bucks feud grows as Milwaukee turns its ire on rapper's courtside antics https://t.co/8MdHDcMkWN — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Þeir sem hafa séð leiki Toronto Raptors í úrslitakeppninni og þekkja ekki allt of vel til gætu ruglast á því hvor væri þjálfari liðsns, Drake eða þjálfarinn Nick Nurse. Drake stendur oftar en ekki á hliðarlínunni þar sem hann hvetur liðið sitt áfram, gefur leikmönnum fimmur og sást nú síðast nudda axlir þjálfarans í miðjum leik. Hann elskar sviðsljósið og myndavélarnar eru alltaf á honum. Stuðningsfólk Milwaukee Bucks var ekki mikið að pæla í látalátum Drake þegar lið þeirra var 2-0 yfir í einvíginu en eftir tvö töp í röð eru margir farnir að pirra sig út í hann. Það er einkum það þegar hann hló hátt þegar Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee Bucks, klikkaði á tveimur vítaskotum í síðasta leik. Það má sjá það hér fyrir neðan.Drake was the ultimate Raptors fan in Game 4 pic.twitter.com/N6QSHRV6cR — ESPN (@espn) May 22, 2019Í framhaldinu er Drake orðinn óvinsælasti maðurinn í Milwaukee og blöðin gera ekkert annað en að ýta undir þá ímynd af honum. „Milwaukee hatar Drake,“ stóð meðal annars í fyrirsögn Milwaukee Journal Sentinel og þar bætti blaðamaðurinn við: „Maður sem á ekkert í Toronto liðinu en fær engu að síður leyfi til að vera út um allt á vellinum.“ Í greininni er líka sagt frá því að stuðningsfólk Milwaukee Bucks er að reyna að fá tónlist Drake bannaða hjá útvarpsstöðvum á svæðinu. Leikur númer fimm er í kvöld og mun ráða miklu um það hvort liðið fer áfram. Að þessu sinni er leikið í Milwaukee og því ekki líklegt að Drake þori að láta sjá sig á hliðarlínunni.He couldn't contain his amusement! What got Drake so excited in the Toronto Raptors' latest #NBA game? Watch: https://t.co/el9wbuLq1npic.twitter.com/RJrNQUViO3 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Tónlistamaðurinn Drake hefur verið afar áberandi á hliðarlínunni í leikjum Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en núna finnst mörgum hann hafa gengið allt of langt. Ekki síst það fólk sem heldur með liði Milwaukee Bucks. Toronto Raptors er tveimur sigrum frá því að komast í lokaúrslit NBA deildarinnar í fyrsta sinn þar sem meistarar Golden State Warriors bíða. Milwaukee Bucks vann tvo fyrstu leikina á sínum heimavelli en Toronto náði að nafna með tveimur sigurleikjum á sínum heimavelli.Drake v Bucks feud grows as Milwaukee turns its ire on rapper's courtside antics https://t.co/8MdHDcMkWN — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Þeir sem hafa séð leiki Toronto Raptors í úrslitakeppninni og þekkja ekki allt of vel til gætu ruglast á því hvor væri þjálfari liðsns, Drake eða þjálfarinn Nick Nurse. Drake stendur oftar en ekki á hliðarlínunni þar sem hann hvetur liðið sitt áfram, gefur leikmönnum fimmur og sást nú síðast nudda axlir þjálfarans í miðjum leik. Hann elskar sviðsljósið og myndavélarnar eru alltaf á honum. Stuðningsfólk Milwaukee Bucks var ekki mikið að pæla í látalátum Drake þegar lið þeirra var 2-0 yfir í einvíginu en eftir tvö töp í röð eru margir farnir að pirra sig út í hann. Það er einkum það þegar hann hló hátt þegar Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee Bucks, klikkaði á tveimur vítaskotum í síðasta leik. Það má sjá það hér fyrir neðan.Drake was the ultimate Raptors fan in Game 4 pic.twitter.com/N6QSHRV6cR — ESPN (@espn) May 22, 2019Í framhaldinu er Drake orðinn óvinsælasti maðurinn í Milwaukee og blöðin gera ekkert annað en að ýta undir þá ímynd af honum. „Milwaukee hatar Drake,“ stóð meðal annars í fyrirsögn Milwaukee Journal Sentinel og þar bætti blaðamaðurinn við: „Maður sem á ekkert í Toronto liðinu en fær engu að síður leyfi til að vera út um allt á vellinum.“ Í greininni er líka sagt frá því að stuðningsfólk Milwaukee Bucks er að reyna að fá tónlist Drake bannaða hjá útvarpsstöðvum á svæðinu. Leikur númer fimm er í kvöld og mun ráða miklu um það hvort liðið fer áfram. Að þessu sinni er leikið í Milwaukee og því ekki líklegt að Drake þori að láta sjá sig á hliðarlínunni.He couldn't contain his amusement! What got Drake so excited in the Toronto Raptors' latest #NBA game? Watch: https://t.co/el9wbuLq1npic.twitter.com/RJrNQUViO3 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira