Segir dóminn brjóta gegn réttindum ÓKP skrifar 22. maí 2019 07:00 Gestur Jónsson lögmaður. Hæstiréttur hafnaði endurupptöku á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í gær. Þannig er ákvörðun endurupptökunefndar hafnað sem féllst á beiðnir þeirra um endurupptöku málsins í apríl 2018. Málið snýr að skattalagabrotum Jóns Ásgeirs, Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í tengslum við rekstur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Jón Ásgeir og Tryggvi lögðu málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) árið 2017 á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn rétti þeirra með því að vera saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttsemi í tveimur aðskildum málum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim í meðferð málanna. „Þetta er auðvitað staða sem er alvarleg ef við höfum gengist undir það að virða sáttmála eins og Mannréttindasáttmála Evrópu en höfum ekki gert það sem þarf til þess að tryggja það að þegnarnir fái að njóta þessara réttinda,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. Honum þyki undarlegt að dómurinn hafi fallið og segir Mannréttindasáttmálann gildandi lög á Íslandi. „Hann er ekki bara einhver sáttmáli úti í Evrópu, þetta er hluti af íslenskri löggjöf. Alþingi setti Mannréttindasáttmálann sem hluta af íslenskum lögum árið 1994. Og í þeim ákvæðum felst meðal annars það að íslenska ríkið skuldbindur sig til þess að tryggja þegnum sínum það að þeir fá notið þeirra réttinda sem MDE segir að séu innifalin í þessum sáttmála. Það þýðir það að við erum skuldbundin til þess að fylgja eftir þeim réttindum sem Jón Ásgeir og Tryggvi fengu staðfest að þeir ættu með þessum dómi MDE 2017.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ekki fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 21. maí 2019 10:45 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði endurupptöku á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í gær. Þannig er ákvörðun endurupptökunefndar hafnað sem féllst á beiðnir þeirra um endurupptöku málsins í apríl 2018. Málið snýr að skattalagabrotum Jóns Ásgeirs, Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í tengslum við rekstur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Jón Ásgeir og Tryggvi lögðu málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) árið 2017 á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn rétti þeirra með því að vera saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttsemi í tveimur aðskildum málum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim í meðferð málanna. „Þetta er auðvitað staða sem er alvarleg ef við höfum gengist undir það að virða sáttmála eins og Mannréttindasáttmála Evrópu en höfum ekki gert það sem þarf til þess að tryggja það að þegnarnir fái að njóta þessara réttinda,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. Honum þyki undarlegt að dómurinn hafi fallið og segir Mannréttindasáttmálann gildandi lög á Íslandi. „Hann er ekki bara einhver sáttmáli úti í Evrópu, þetta er hluti af íslenskri löggjöf. Alþingi setti Mannréttindasáttmálann sem hluta af íslenskum lögum árið 1994. Og í þeim ákvæðum felst meðal annars það að íslenska ríkið skuldbindur sig til þess að tryggja þegnum sínum það að þeir fá notið þeirra réttinda sem MDE segir að séu innifalin í þessum sáttmála. Það þýðir það að við erum skuldbundin til þess að fylgja eftir þeim réttindum sem Jón Ásgeir og Tryggvi fengu staðfest að þeir ættu með þessum dómi MDE 2017.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ekki fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 21. maí 2019 10:45 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Ekki fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 21. maí 2019 10:45