Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 23:30 Abu Bakr al-Baghdadi sést hér í einu áróðursmyndbanda ISIS. Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak. Írak Sýrland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak.
Írak Sýrland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira