Fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 21:00 Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á. Heilbrigðismál Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira