Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 10:00 Talið er að reglugerðin muni ná til tæplega 15 milljóna manna á ári hverju. Chesnot/Getty Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira