Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 10:00 Talið er að reglugerðin muni ná til tæplega 15 milljóna manna á ári hverju. Chesnot/Getty Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira