Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl. Fréttablaðið/GVA Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira