Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 08:37 Jessica Biel og Robert F. Kennedy yngri. Instagram Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira