Lakers galdraði fram pláss undir launaþakinu og getur náð í þriðju súperstjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2019 10:30 LeBron James getur brosað eftir atburði gærdagsins. Getty/Harry How Þeir sem héldu að Los Angeles Lakers væri úr leik í baráttunni um feitustu bitanna á leikmannamarkaði NBA deildarinnar þurfa að endurmeta þá skoðun sína eftir atburði gærdagsins. Los Angeles Lakers bjó nefnilega til mikið pláss undir launaþakinu þökk sé leikmannaskiptum við Washington Wizards. Í raun komu Wizards menn inn í stóru skiptin við New Orleans Pelicans og úr urðu þriggja liða skipti. Rob Pelinka, framkvæmdastjóra Los Angeles Lakers, tókst þar með að losna við samninga þriggja leikmanna. Mo Wagner, Isaac Bonga og Jemerrio Jones fara allir til Washington Wizards. Í viðbót við það þá gaf Anthony Davis eftir fjórar milljónir dollara sem hann átti að fá ef honum yrði skipt í annað lið. Lakers fær stórstjörnuna Anthony Davis frá New Orleans Pelicans. Allt þýðir þetta að Los Angeles Lakers er nú komið með tvær súperstjörnur í þeim LeBron James og Anthony Davis en getur jafnframt boðið þriðju súperstjörnunni hámarkssamning.Anthony Davis is waiving his $4M trade kicker, league sources tell @wojespn. The Lakers will start free agency with $32M in salary cap space after trading 3 players to the Wizards, and now have the ability to sign a max player, per @ZachLowe_NBA. pic.twitter.com/In5jWkhkN8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 27, 2019Draumurinn er eflaust að semja við Kawhi Leonard en það er erfitt að spá fyrir um hvar Kawhi ætli að spila á næstu leiktíð. Aðrir sterkir leikmenn eins og Kyrie Irving, Klay Thompson og Jimmy Butler hafa einnig verið orðaðir við liðið. Lið með Kawhi, Anthony Davis og LeBron James væri hins vegar líklegt til afreka á næstu leiktíð. Þessar þrjár stórstjörnur ættu líka að geta hjálpað til að fá til félagsins reynda leikmenn sem vilja vinna titilinn og eru tilbúnir að fórna pening til að ná því.LeBron James Anthony Davis Now that the Lakers have $32 million in cap room to chase a third star, who else will they target? Your NBA free agency tracker https://t.co/eXImlqqi0spic.twitter.com/cWAlMS9j9K — Post Sports (@PostSports) June 28, 2019Öll þessi leikmannaskipti Los Angeles Lakers þýða aftur á móti að liðið er bara með þrjá leikmenn á samningi eins og staðan er núna. Þeir héldu Kyle Kuzma og LeBron James og fengu svo Anthony Davis. Liðið þarf því að semja við marga nýja leikmenn á næstu vikum en til að byrja með mun Lakers reyna að finna aðra súperstjörnu í viðbót við þá LeBron James og Anthony Davis..@MagicJohnson is excited to see what comes of this big move from Jeanie Buss and Rob Pelinka. pic.twitter.com/bZxOePjf0O — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 27, 2019 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Þeir sem héldu að Los Angeles Lakers væri úr leik í baráttunni um feitustu bitanna á leikmannamarkaði NBA deildarinnar þurfa að endurmeta þá skoðun sína eftir atburði gærdagsins. Los Angeles Lakers bjó nefnilega til mikið pláss undir launaþakinu þökk sé leikmannaskiptum við Washington Wizards. Í raun komu Wizards menn inn í stóru skiptin við New Orleans Pelicans og úr urðu þriggja liða skipti. Rob Pelinka, framkvæmdastjóra Los Angeles Lakers, tókst þar með að losna við samninga þriggja leikmanna. Mo Wagner, Isaac Bonga og Jemerrio Jones fara allir til Washington Wizards. Í viðbót við það þá gaf Anthony Davis eftir fjórar milljónir dollara sem hann átti að fá ef honum yrði skipt í annað lið. Lakers fær stórstjörnuna Anthony Davis frá New Orleans Pelicans. Allt þýðir þetta að Los Angeles Lakers er nú komið með tvær súperstjörnur í þeim LeBron James og Anthony Davis en getur jafnframt boðið þriðju súperstjörnunni hámarkssamning.Anthony Davis is waiving his $4M trade kicker, league sources tell @wojespn. The Lakers will start free agency with $32M in salary cap space after trading 3 players to the Wizards, and now have the ability to sign a max player, per @ZachLowe_NBA. pic.twitter.com/In5jWkhkN8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 27, 2019Draumurinn er eflaust að semja við Kawhi Leonard en það er erfitt að spá fyrir um hvar Kawhi ætli að spila á næstu leiktíð. Aðrir sterkir leikmenn eins og Kyrie Irving, Klay Thompson og Jimmy Butler hafa einnig verið orðaðir við liðið. Lið með Kawhi, Anthony Davis og LeBron James væri hins vegar líklegt til afreka á næstu leiktíð. Þessar þrjár stórstjörnur ættu líka að geta hjálpað til að fá til félagsins reynda leikmenn sem vilja vinna titilinn og eru tilbúnir að fórna pening til að ná því.LeBron James Anthony Davis Now that the Lakers have $32 million in cap room to chase a third star, who else will they target? Your NBA free agency tracker https://t.co/eXImlqqi0spic.twitter.com/cWAlMS9j9K — Post Sports (@PostSports) June 28, 2019Öll þessi leikmannaskipti Los Angeles Lakers þýða aftur á móti að liðið er bara með þrjá leikmenn á samningi eins og staðan er núna. Þeir héldu Kyle Kuzma og LeBron James og fengu svo Anthony Davis. Liðið þarf því að semja við marga nýja leikmenn á næstu vikum en til að byrja með mun Lakers reyna að finna aðra súperstjörnu í viðbót við þá LeBron James og Anthony Davis..@MagicJohnson is excited to see what comes of this big move from Jeanie Buss and Rob Pelinka. pic.twitter.com/bZxOePjf0O — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 27, 2019
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira