Johnson hótar því að draga Bretland samningslaust úr ESB Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 07:35 Boris Johnson er talinn sigurstranglegur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Hann yrði þá næsti forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Boris Johnson, sem er líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, segist vera full alvara með því að hann muni draga landið úr Evrópusambandinu án samnings náist ekki nýtt samkomulag um útgöngusáttmála í haust. Eins og sakir standa á Bretland að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson segist í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC ætla að nýta hluta af samkomulagi Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, við ESB en sækjast eftir nýjum samningi við evrópska ráðamenn. „Heit mitt er að ganga úr ESB á hrekkjavöku 31. októkber,“ segir Johnson sem er með pálmann í höndunum í leiðtogavali Íhaldsflokksins um þessar mundir. Fullyrti hann að fjöldi tæknilegra útfærslna væri til sem gæti komið í veg fyrir hörð landamæri á mörkum Norður-Írlands og Írlands. Fram að þessu hafa fulltrúar Evrópusambandsins hafnað því að semja aftur um útgönguna við Breta. Johnson segist ekki vilja útgöngu án samnings en að nauðsynlegt væri að halda möguleikanum á lofti til að fylgja kröfum Breta eftir. „Leiðin til að fá vini okkar og samstarfsfólk til að skilja hversu alvara okkur er óttast ég að sé að láta af uppgjöfinni og neikvæðninni sem hefur umlukið okkur í mikilli þoku svo lengi og að búa okkur undir WTO eða niðurstöðu án samnings af sjálfstrausti og alvöru,“ sagði Johnson við BBC og vísaði þar til útgöngu án samnings þar sem viðskipti milli Bretlands og ESB færu fram samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Johnson, sem mælist enn sem komið er með öruggt forskot á Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í skoðanakönnunum fyrir leiðtogaval Íhaldsflokksins, hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvik þar sem lögregla var kvödd til að heimili hans og kærustu hans í síðustu viku. Nágrannar hringdu á lögreglu vegna ótta um öryggi konu þar sem háreisti barst frá íbúð Johnson. „Ég tala ekki um hluti sem koma fjölskyldu minni við, ástvinum mínum. Það er mjög góð ástæða fyrir því. Það er ef þú gerir það,, dregur þau inn í hluti þá er það virkilega ekki sanngjarnt gegn þeim á sinn hátt,“ sagði Johnson í viðtalinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41 Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Boris Johnson, sem er líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, segist vera full alvara með því að hann muni draga landið úr Evrópusambandinu án samnings náist ekki nýtt samkomulag um útgöngusáttmála í haust. Eins og sakir standa á Bretland að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson segist í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC ætla að nýta hluta af samkomulagi Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, við ESB en sækjast eftir nýjum samningi við evrópska ráðamenn. „Heit mitt er að ganga úr ESB á hrekkjavöku 31. októkber,“ segir Johnson sem er með pálmann í höndunum í leiðtogavali Íhaldsflokksins um þessar mundir. Fullyrti hann að fjöldi tæknilegra útfærslna væri til sem gæti komið í veg fyrir hörð landamæri á mörkum Norður-Írlands og Írlands. Fram að þessu hafa fulltrúar Evrópusambandsins hafnað því að semja aftur um útgönguna við Breta. Johnson segist ekki vilja útgöngu án samnings en að nauðsynlegt væri að halda möguleikanum á lofti til að fylgja kröfum Breta eftir. „Leiðin til að fá vini okkar og samstarfsfólk til að skilja hversu alvara okkur er óttast ég að sé að láta af uppgjöfinni og neikvæðninni sem hefur umlukið okkur í mikilli þoku svo lengi og að búa okkur undir WTO eða niðurstöðu án samnings af sjálfstrausti og alvöru,“ sagði Johnson við BBC og vísaði þar til útgöngu án samnings þar sem viðskipti milli Bretlands og ESB færu fram samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Johnson, sem mælist enn sem komið er með öruggt forskot á Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í skoðanakönnunum fyrir leiðtogaval Íhaldsflokksins, hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvik þar sem lögregla var kvödd til að heimili hans og kærustu hans í síðustu viku. Nágrannar hringdu á lögreglu vegna ótta um öryggi konu þar sem háreisti barst frá íbúð Johnson. „Ég tala ekki um hluti sem koma fjölskyldu minni við, ástvinum mínum. Það er mjög góð ástæða fyrir því. Það er ef þú gerir það,, dregur þau inn í hluti þá er það virkilega ekki sanngjarnt gegn þeim á sinn hátt,“ sagði Johnson í viðtalinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41 Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
„Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41
Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01