Kýpverski raðmorðinginn dæmdur í lífstíðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 13:08 Lögreglumenn fylgja fangaflutningabílnum sem færði Metaxas úr dómhúsinu í fangelsið í höfuðborginni Níkósíu. AP/Petros Karadjias Dómstóll á Kýpur dæmdi höfuðsmann í hernum í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á fimm konum og tveimur börnum á þriggja ára tímabili. Dómurinn er sá þyngsti í réttarfarssögu eyríkisins. Nicos Metaxas, sem er 35 ára gamall, játaði sök í tólf ákæruliðum um morð að yfirlögðu ráði og mannrán á fórnarlömbum sínum. Morðæðið hófst í september árið 2016 og stóð yfir fram í júlí í fyrra. Fórnarlömbin voru frá Filippseyjum, Rúmeníu og Nepal. Börnin tvö sem Metaxas myrti voru börn tveggja kvennanna, sex og átta ára gömul. „Ég hef framið viðbjóðslega glæpi,“ sagði Metaxas sem grét þegar ákæran gegn honum var lesin upp. Vottaði hann fjölskyldum fórnarlamba sinna samúð sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Metaxas kynntist konunum á netinu en þær voru flestar verkakonur sem störfuðu meðal annars sem þernur. Upp komst um morðin í kjölfar þess að ferðamenn fundu lík einnar konunnar í námu í apríl. Síðasta fórnarlambið, yngra barnið, fannst látið í stöðuvatni fyrir tveimur vikum. Málið hefur vakið mikinn hrylling á Kýpur þar sem svo alvarlegir glæpir eru fátíðir en einnig reiði. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa verið svifasein í rannsókn á hvarfi kvennanna. Sinnuleysið hafi mátt rekja til þess að konurnar voru erlendar. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér vegna málsins og lögreglustjórinn var látinn taka poka sinn. Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38 Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04 Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22 Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Dómstóll á Kýpur dæmdi höfuðsmann í hernum í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á fimm konum og tveimur börnum á þriggja ára tímabili. Dómurinn er sá þyngsti í réttarfarssögu eyríkisins. Nicos Metaxas, sem er 35 ára gamall, játaði sök í tólf ákæruliðum um morð að yfirlögðu ráði og mannrán á fórnarlömbum sínum. Morðæðið hófst í september árið 2016 og stóð yfir fram í júlí í fyrra. Fórnarlömbin voru frá Filippseyjum, Rúmeníu og Nepal. Börnin tvö sem Metaxas myrti voru börn tveggja kvennanna, sex og átta ára gömul. „Ég hef framið viðbjóðslega glæpi,“ sagði Metaxas sem grét þegar ákæran gegn honum var lesin upp. Vottaði hann fjölskyldum fórnarlamba sinna samúð sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Metaxas kynntist konunum á netinu en þær voru flestar verkakonur sem störfuðu meðal annars sem þernur. Upp komst um morðin í kjölfar þess að ferðamenn fundu lík einnar konunnar í námu í apríl. Síðasta fórnarlambið, yngra barnið, fannst látið í stöðuvatni fyrir tveimur vikum. Málið hefur vakið mikinn hrylling á Kýpur þar sem svo alvarlegir glæpir eru fátíðir en einnig reiði. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa verið svifasein í rannsókn á hvarfi kvennanna. Sinnuleysið hafi mátt rekja til þess að konurnar voru erlendar. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér vegna málsins og lögreglustjórinn var látinn taka poka sinn.
Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38 Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04 Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22 Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00
Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38
Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04
Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22
Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45