Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 11:40 Sjálfsmynd sem Curiosity-jeppinn tók af sér í hlíðum Sharp-fjalls á Mars árið 2015. Vísir/EPA Könnunarjeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur fundið vísbendingar um að töluvert magn lofttegundarinnar metans losni úr jarðvegi reikistjörnunnar Mars. Uppgötvunin er sögð óvænt en á jörðinni eru það yfirleitt lífverur sem framleiða metan. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar til að varpa ljósi á uppruna gassins. Niðurstöður rannsókna Curiosity-könnunarjeppans skiluðu sér til jarðar á fimmtudag og föstudag. NASA hefur enn ekki gefið út opinbera tilkynningu um metanfundinn en New York Times segir að jeppinn hafi greint metan í marsneska loftinu. Yrði það staðfest að metan finnist á Mars kveikti það vonir um að líf sé hugsanlega að finna þar. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur og hefði sólarljós og efnahvörf átt að hafa brotið metan niður á nokkrum öldum. Sé metan að finna þar nú þýddi það að gasið hafi orðið til tiltölulega nýlega. Þó að Mars sé köld og hrjóstrug eyðimörk í dag telja vísindamenn að vatn hafi verið að finna á yfirborðinu í fyrndinni þegar reikistjarnan var hlýrri. Því hafa kenningar verið á lofti um að hafi örverulíf kviknað þar gæti það hafa lifað af undir yfirborðinu. Lífverur sem lifa í súrefnissnauðu umhverfi á jörðinni, þar á meðal djúpt í berglögum neðanjarðar, mynda metan. Jarðhitaferlar geta einnig framleitt gastegundina og því er metanfundurinn á Mars ekki afdráttarlaus vísbending um að líf sé þar að finna. Þá er sagt mögulegt að metanið sé ævafornt og bundið djúpt í jarðlögum þaðan sem það gæti sloppið upp um sprungur. Stjórnendur Curiosity breyttu rannsóknaráætlun farsins snarlega eftir að þeir fengu niðurstöðurnar í hendur til að fylgja þeim eftir. Fyrstu niðurstöður eru sagðar væntanlegar til jarðar í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vísbendingar um metan á Mars hafa fundist. New York Times segir að mælingar eldri könnunarfara hafi þó verið á mörkum þess að vera marktækar. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Könnunarjeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur fundið vísbendingar um að töluvert magn lofttegundarinnar metans losni úr jarðvegi reikistjörnunnar Mars. Uppgötvunin er sögð óvænt en á jörðinni eru það yfirleitt lífverur sem framleiða metan. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar til að varpa ljósi á uppruna gassins. Niðurstöður rannsókna Curiosity-könnunarjeppans skiluðu sér til jarðar á fimmtudag og föstudag. NASA hefur enn ekki gefið út opinbera tilkynningu um metanfundinn en New York Times segir að jeppinn hafi greint metan í marsneska loftinu. Yrði það staðfest að metan finnist á Mars kveikti það vonir um að líf sé hugsanlega að finna þar. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur og hefði sólarljós og efnahvörf átt að hafa brotið metan niður á nokkrum öldum. Sé metan að finna þar nú þýddi það að gasið hafi orðið til tiltölulega nýlega. Þó að Mars sé köld og hrjóstrug eyðimörk í dag telja vísindamenn að vatn hafi verið að finna á yfirborðinu í fyrndinni þegar reikistjarnan var hlýrri. Því hafa kenningar verið á lofti um að hafi örverulíf kviknað þar gæti það hafa lifað af undir yfirborðinu. Lífverur sem lifa í súrefnissnauðu umhverfi á jörðinni, þar á meðal djúpt í berglögum neðanjarðar, mynda metan. Jarðhitaferlar geta einnig framleitt gastegundina og því er metanfundurinn á Mars ekki afdráttarlaus vísbending um að líf sé þar að finna. Þá er sagt mögulegt að metanið sé ævafornt og bundið djúpt í jarðlögum þaðan sem það gæti sloppið upp um sprungur. Stjórnendur Curiosity breyttu rannsóknaráætlun farsins snarlega eftir að þeir fengu niðurstöðurnar í hendur til að fylgja þeim eftir. Fyrstu niðurstöður eru sagðar væntanlegar til jarðar í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vísbendingar um metan á Mars hafa fundist. New York Times segir að mælingar eldri könnunarfara hafi þó verið á mörkum þess að vera marktækar.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07
Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01
Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15
Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00